Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 16
14
DVÖL
hann leið henni aldrei úr huga.
Rebekka gegndi daglegum störf-
um af sama áhuga og skyldu-
rsekni sem áöur. En öll störf henn-
ar ófust minningum um hann.
Ótal staö'ir og hlutir í húsinu og
garðinum minntu á hann. Hún
mætti honum í dyrunum, þar stóð
hann, þegar hann talaði fyrst við
hana. Að Kóngshaugi hafði hún
ekki komið síðan. Þar hafði hann
tekið utan um hana og kysst hana.
Presturinn braut stöðugt heil-
ann um hagi dóttur sinnar, en í
hvert sinn, er honum datt í hug
spurning læknisins, hristi hann
höfuðið. Hann gat ómögulega
hugsað sér, að nokkur hefði getað
brotizt gegnum varnarmúrinn,
sem hann hafði hlaðið um dóttur
sína.
Þótt vorið kæmi seint, var haust-
ið snemma á ferðinni. Fagurt og
hlýtt síðsumarkvöld kom dálítil
rigning. Næsta dag rigndi líka,
og síðan hafði alltaf rignt og stöð-
ugt kólnað í veðri í ellefu daga
og ellefu nætur.
Að lokum birti þó upp, en morg-
uninn eftir var fjögurra stiga
frost.
Blöðin á trjám og runnum hengu
böggluð og samanlímd eftir þess-
ar langvinnu rigningar, og þegar
frostið hafði þerrað þau á sinn
hrjúfa hátt, féllu þau í hrönnum
til jarðar.
Vinnumaður prestsins var einn
af þeim fáu, sem hafði náð öllu
korninu undir þak, og nú átti að
þreskja það, meðan vatnsaflið var
nóg. Litli lækurinn valt kolmó-
rauður ofan eftir dalverpinu. Allt
heimilisfólkið var önnum kafið
við að gæta þreskivélarinnar og
aka korni og hálmi að og frá.
Allt í kring um bæinn lágu
hálmstrá, sem slæðzt höfðu, og
þegar vindur blés um húsasundin,
tók hann hafrahálminn og þyrlaði
honum fram og aftur, reisti stráin
upp á endann og lét þau dansa
eins og bleikar vofur um hlaðið.
Það var hinn ungæðislegi haust-
vindur, sem þarna var að leika
sér. En þegar líður á veturinn, og
unglingurinn hefir náð fullum
þroska, leikur hann sér að þak-
steinum og reykháfum.
Einn spör sat í hnipri á hús-
burst. Hann gróf kollinn í fiðrið,
deplaði augunum og virtist ekki
taka eftir neinu, sem fram fór um-
hverfis hann, en samt veitti hann
því nána athygli, hvert kornið
var flutt. í orrahríðinni hérna í
garðinum í vor hafði hann bar-
izt, þar sem orrustan var hörðust.
En nú var hann orðinn skynsam-
ari — hann hafði um konu og
börn að sjá, og þá er nú vissara
að hugsa dálítið fyrir vetrinum.
Ansgar hlakkaði mjög til vetr-
arins — til ævintýraríkra ferða í
snjó og hríðum og kvölda með
leiftrandi norðurljósum. Hann var
þegar farinn að notfæra sér ís-
skænið, sem myndaðist á nóttunni
á pollunum. Hann lét tindátana
sína fara hergöngu um það með