Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 102
ÍOÖ
DVÖL
lyngmór, landver, sker, blómgróin
björkin og baldjökull hlýr. Hins
vegar stendur þjóðin sjálf and-
spænis þessari mynd, þjóðin, sem
hefir fóstrazt við hætturnar og
þrjóskazt við dauðann með trausti
á sinn mátt. Þetta skýrir skáldið
með þeim orðum tungunnar, sem
túlka þann skyldleika, sem mest-
ur er. Á þenna hátt verður kvæð-
ið svipmikið og tignarlegt, svip-
lík mynd að sínu leyti í heimi
bókmenntanna og hrikalegt og
tilkomumikið stuðlaberg í ríki
náttúrunnar, þar sem hver stuð-
ullinn grópast við annan.
Vegna þessa skyldleika og órjúf-
anlegu tengsla fellur saga landSins
og þjóðarinnar saman í eitt. Hver
sá sonur eða dóttir, sem eykur
sæmd þjóðarinnar með flekk-
lausri framkomu og vel unnum
verkum, eflir jafnframt hróður
landsins. En sá, sem vanmetur
landið sitt og níðir það, vegur
jafnframt í knérunn sinnar eigin
þjóðar.
Skáldið slær því föstu, að þessi
tengsl séu órofabönd. Eins og
enginn, sem borinn er íslending-
ur, geti þurrkað burt ætternið, hve
feginn sem hann vildi, geti heldur
enginn máð burt það svipmót, sem
hann hefir hlotið í heimalandinu,
hversu víða, sem hann fer. Jafn-
vel þótt einhver reyndi að má það
af hið ytra, hyrfi það ekki úr hug
og hjarta.
í annan stað dregur skáldið það
fram, sem vitað er, að þróunin í
iifi mannanna, þarfir þeirra og
þrár, stefnir sifellt frá hinu
minna til hins meira. Fram á leið
til fullkomnunar er það hvataorð,
sem jafnan hefir ómað í sálum
mannanna. Ævi manna er leit og
barátta fyrir veraldlegum gæðum
og markast af því að vissu leyti.
Þess vegna hlýtur blómum skrýdd
fjallshlíð með fossanið, unað og
orku í skauti sínu, að vera hið ynd-
islegasta framtíðarland, hvert sem
leitað er.
í þriðja lagi fellir skáldið, sem
er jafnframt víðförull, lífsreynd-
ur og skarpskyggn maður, dóm,
sem er harla mikilsverður. Það seg-
ir, að við íslendingar þurfum ekki
langt að leita. Það er eylendan þín
og mín, sem er svo rík af unaði
og yndisleik, orku og náttúruauð-
legð, að hún er í huga skáldsins
nóttlaus voraldar veröld, þar sem
víðsýnið skín.
Og það er ekki einungis, að
skáldið hafi sagt þetta. íslending-
ar í Vesturheimi hafa sýnt það
með þjóðræknisstarfi í hálfa öld
til verndar íslenzkri tungu, ís-
lenzkri menningu og íslenzkum
þjóðháttum, að þeir bera sitt
heimalands mót í hug og hjarta,
þrátt fyrir það, að eylendan vakir
fjarst í eilífðar útsæ frá þeirra
bæjardyrum séð.
Þetta ætti að vera okkur heima-
mönnum örvun og áminning.
Samkvæmt ályktun þessa skavp-
skyggna skálds,er okkur mikið gef-
ið, en líka nokkurs af okkur krafizt.