Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 10
152
D VÖL
sinnar, reis á fætur og leit skelf-
ingaraugum á gestinn. Skrælþurr-
ar varir hans bærðust: „Hve mik-
ið?“
„Tvö hundruð pund.“
Gamli maðurinn heyrði ekki ang-
istaróp konu sinnar. Hann brosti
dauft, fálmaði út í loftið eins og
blindur maður og hneig meðvit-
undarlaus á gólfið.
III.
Gömlu hjónin jörðuðu son sinn
í stóra, nýja kirkjugarðinum, sem
var tvær mílur frá heimili þeirra,
og komu heim aftur buguð af sorg
og þjáningu. Því var öllu lokið svo
fljótt að þau gátu í fyrstu varla
gert sér grein fyrir því, og biðu í
eftirvæntingu eins og þau byggj-
ust við því að eitthvað annað kæmi
fyrir, -— eitthvað til að létta þessa
byrði, sem var of þung að bera
fyrir gamlar manneskjur. En dag-
arnir liðu, og eftirvæntingin varð
að þoka fyrir uppgjöf — vonlausri
uppgjöf ellinnar, sem stundum er
ranglega nefnd ellislj óleiki. Stund-
um töluðust þau varla við, því að
nú höfðu þau ekkert að tala um,
og dagarnir voru þeim langir og
þreytandi.
Það bar við hér um bil viku síðar
að gamli maðurinn vaknaði um
miðja nótt, þreifaöi fyrir sér og
fann að hann var einn. Stofan var
dimm, og hann heyrði niðurbælt
gráthljóð frá glugganum. Hann
settist upp í rúminu og hlustaði.
„Komdu,“ sagði hann blíðlega.
„Þér verður kalt.“
„Kaldara er þó drengnum mín-
um,“ sagði gamla konan og hélt
áfram að gráta.
Gráthljóðið dó út í eyrum hans.
Rúmið var hlýtt, og augu hans
svefnþung. Hann dottaði, og svaf
síðan vært unz hann hrökk upp
við það að kona hans rak upp hátt
óp.
„Apaloppan!" æpti hún ofsalega.
„Apaloppan!"
Hann kipptist við. „Hvar? Hvar
er hún? Hvað gengur á?“
Hún reikaði yfir að rúminu til