Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 34
176 í) VÖL Jósi hafði fengið fyrirskipanír um það, að láta Drésa komast að svikunum og verða sér til ófyrn- anlegrar skammar frammi fyrir öllu heimilisfólkinu, en hann lék hlutverk ungrar. elskandi konu með þeim ágætum, að fólkið gleymdi hinum upphaflega til- gangi þessa leiks og hreifst með. Svo kom háttatíminn og elsk- endurnir skildust að. Drési strauk köttinn, sem hringaði sig til fóta hans. Þegar hann kom á fætur aftur var Karólína öll á brott, hún hafði farið í rauðaþýtið um morg- uninn. Drési var hnugginn yfir því að hafa ekki fengið að sjá hana áður en hún hélt áfram ferð sinni, en jafnframt svo sæll yfir minn- ingu hins sæluríka kvölds, að öll sorg varð sem fis. Öllum hafði þótt þetta ævintýri svo frámunalega skemmtilegt, að það var ákveðið að endurtaka það strax kvöldið eftir, þó með nokkr- um breytingum og öllu meiri bí- ræfni en kvöldið áður. Þannig fékk t. d. Drési boð úr síma þess efnis, að Karólína hefði snúið við og bæði hann að koma til móts við sig upp að Merkjalæk á tiltekinni stundu. Drési tvírakaði sig, vatnskembdi sig og burstaði sig hátt og lágt og skundaði síðan til stefnumótsins, léttur eins og vængjuð vera. Það var marauð jörð og mána- bert, blækyrrt veður, sem bauð til atlota og langdvalar úti við. Karó- lína stóð við Merkjalækinn, hag- ræddi dúnkoddanum innan undir silkilífinu og hnyklaði armvöðvana. Hún var við harki búin. En Drési kyssti hana með meiri blíðu en á- fergju, tók við tösku hennar og bjóst til að leiða hana í áttina til bæjar. „Ógn og skelfing varstu væn að koma aftur, elskan mín,“ sagði hann og þrýsti henni að sér. Karólína kvakaði eitthvað um ást sína og þrá, teygði skýluklút- inn lengra fram yfir ennið og gaut augunum til Drésa til þess að gefa gætur að svipbrigðum hans. Hann starði fram undan sér ang- urblíður á svipinn. ,.Þú komst eins og af guði send, elskan mín. Mamma mín hét Karó- lína eins og þú, hún dó frá mér, þegar ég var á fyrsta árinu, síðan hef ég engan átt að. En nú á ég þig. Við skulum elskast út af lífinu, Karólína mín. Og ekki láta börnin okkar fara á flæking.“ Karólína losaði sig úr örmum hans. „Segðu mér hvernig líf þitt hefur verið,“ bað hún hljóðlega. — Þeim var vel fagnað heima á Orrastöðum, sett að dúkuðu borði og bornar veglegar veitingar. Fólk- ið hópaðist í kring um þau og sprekaði þeim til fyrir það, hvað þau væru ástfangin, og orðaði við þau skemmri giftingu, sem vel mætti koma í kring strax um kvöldið og gætu þau þá fengið stofuloftið fyrir brúðhjónaher- bergi. Karólína tók þessu spaugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.