Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 74

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 74
216 DVÖL bakkanum stóð hermaður með vél- byssu á þrífæti. Ferris, kallaði hún. Komdu í land með mér að ná í riffla og björgunarbelti. Hermaðurinn þok- aðist til hennar. Heyrðu skipstjóri, hvíslaði hann. Það er ekkert gagn að rifflum. Taktu mig og vélbyssuna með. Bíddu þangað til dimmir og þá get ég laumazt um borð og komið með þér. Mín verður ekki saknað fyrr en ég er kominn aftur. Hún brosti ánægjulega. Hann kunni auðvitað líka að fara með riffla. Hún hafði aldrei hleypt af skoti á ævi sinni. Ágætt, hvíslaði hún. Hvað heitir þú? Tanner heiti ég, skipstjóri. Þú ert afbragðs karl. Það fannst henni líka sjálfri. Sjónarröndin var eins og gíg- barmur. f vestri loguðu olíugeym- arnir í Dunkirk dökkum loga, sem við og við spýtti eldsúlum, þegar sprengjur féllu niður á þetta vítis- bál. Daufir eldar loguðu fram með ströndinni og strandvirkin hræktu hvítum blossum og dunuðu sem þrumur í fjarska. Kastljósin æddu um lágskýin og eldrákir frá loft- varnarbyssum smugu um þau. Þau höfðu komizt til La Panna með því að elta hjólaskip, sem dró á eftir sér hálfa tylft björgunar- báta. Næturloftið ómaði af véla- skellum. Nýmáni gægðist úr skýja- fari og lýsti dauflega á smábáta um allan sjó, sem streymdu í sömu átt. Johnnie sat töfraður af þessari sjón og skrækti öðru hverju. Tann- er hafði komið byssu sinni fyrir í skutunm og hvíldi hana við stýrið. Hann sagði, að það væri. rétt eins og að aka í bíl. Hún æfði sig á að hlaða rifflana með tilsögn hans. Ferris gamli kom við og við upp og kallaði hana þá skipstjóra í hverju orði. Ekki skipti máli hvað Johnnie kallaði hana, því að eng- inn skiidi hvað hann sagði. Þú ert nokkuð ungur til að vera með í þessum leik, skipstjóri, sagði Tanner. Hvað ertu gamall? Svona hundrað ára, anzaði hún með kuldahlátri. Og á þeirri stundu, í dögun þess jarðneska vít- is, fannst henni það rétt. Dagur rann, og þá sáust smábát- arnir frá suðurströnd Englands. Þeir þöktu sundið eins og flugur smápoll. Skemmtiskip og kapp- siglingabátar, dráttarbátar, trillur, ferjur. björgunarbátar, mótorbát- ar, árabátar og kajakar. — Fiski- menn, kappsiglingamenn, hafnar- verkamenn, menn, sem aldrei á ævi sinni höfðu á sjó komið, millj- ónamæringar og öreigar, öldungar og unglingar, allir svöruðu beiðn- inni um báta. Báta, til að sækja síðasta liðið á Frakklandsströnd. Hugur hennar var svo bundinn við þá lifandi, að hún hafði ekki munað eftir hinum dauðu. Hún sá þá ekki fyrr en Johnnie fór að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.