Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 30

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 30
172 DVÖL hugsandi á eftir. Hann hafði ekk- ert bragðað á þessum degi nema grautarspón snemma um morgun- inn og var því heldur en ekki farið að muna í miðdegismatinn, sem að þessu sinni var sílspikað sauða- kjöt og baunir. Auðvitað vildi hús- freyja ekki brjóta á móti boðum læknisins og lét því færa honum hinn tiltekna skammt af saltvatni. Þegar allir voru búnir að taka á sig náðir um kvöldið, smokraði Drési sér í buxurnar sínar, dró skó á fætur sér og læddist fram úr baðstofunni. Þessu hafði verið gert ráð fyrir og var honum veitt eftirför. Fyrst reyndi hann að komast inn í búrið, en það var læst. Þá paufaðist hann fram í gamla eldhúsið. Þar hékk hangi- kjöt uppi í rjáfri. Drési lýsti sér með eldspýtu, steig upp á hlóðar- stein og seildist eftir læri. Hann náði taki á því, brá upp sjálfskeið- ungnum sínum og skar sér væna flís af hráu hangikjöti.Hann var að skafa af henni sótið, þegar fylgi- nautur hans gerði honum svo hverft við að hann missti hangi- kjötsflísina ofan í moðhrúgu og forðaði sér út úr eldhúsinu. Ekki fór hann inn í baðstofu við svo búið, sulturinn var að líkindum svo sár að hann hélzt ekki við í rúm- inu. Hann þvældist í göngunum dálitla stund, en lagði ekki út í hangikjötsstuld öðru sinni. Aftur á móti þreif hann úlpu í bæjar- dyrunum, færði sig í hana og þaut út í brunarenninginn. Sá, sem hafði veitt honum eftirför fram í bæinn, þóttist vita, að hann ætlaði út í skemmu. Þar var harðfiskur geymdur og mundi hann ætla að seðja hungur sitt á honum. Þetta var í eina skiptið, sem vit- að var að Drési gerði sig sekan um óráövendni. Hann var oft lát- inn berja fisk, en það var svo ör- grannt um það, að nokkurn tíma sæist hvinnrifa á fiskinum, þegar bann skilaði honum börðum inn á búrsbekkinn. Drési klæddi sig um venjulegan fótaferðatíma daginn eftir og kvaðst heill heilsu. Svo vel dugði honum saltvatn læknisins, að aldrei kvartaði hann um stingi framar á þessum vetri. Lítið bar á drykkfeldni Drésa meðan hann var á Orrastöðum, enda erfitt um öflun drykkjar- fanga. Eitthvað flangsaðist hann utan í kvenfólki, en það, sem gerði hann verst þokkaðan á heimilinu, voru slarksögur hans, sem urðu því svakalegri. sem hann varð lang- dregnari af vínleysinu. Drési þótti ekki stíga í vitið, en á þessu sviði hafði hann ótrúlegt hugmynda- flug og talsvert mergjaðan orða- forða. Það sannaðist gjörla á sög- um hans, að margt er munaði til lýta lagt. Aldrei hafði svo siðspillt- ur þulur setið innan veggja þessa ærukæra sveitaheimilis. Þótt allir þættust hneykslaðir þótti fólkinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.