Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 8
150
D VÖL
„Ég býst við að allir gamlir her-
menn séu með sama markinu
brenndir,“ sagði frú White. „Hugsa
sér aö við skyldum hlusta á slikan
þvætting! Hvenær ætli óskir séu
uppfylltar nú á dögum? Og þótt svo
væri, hvernig gætu tvö hundruð
pund skaðað þig, pabbi?“
„Þau gætu dottið í höfuðið á
honum ofan úr loftinu,“ sagði Her-
bert hinn léttúðugi.
„Morris sagði að þetta kæmi á
svo eðlilegan hátt, að maður gæti
eignað það tilviljun ef manni sýnd-
ist svo,“ sagði faðir hans.
„Jæja, þú skalt ekki hreyfa við
peningunum fyrr en ég kem aftur,“
sagði Herbert, um leið og hann
stóð upp frá borðinu. „Ég er
hræddur um að þeir geri þig að
ágjörnum, nirfli, og við verðum
neydd til að afneita þér.“
Móðir hans hló, og fylgdi hon-
um til dyranna, horfði á hann
ganga ofan götuna og hvarf svo
aftur að matborðinu. Með sjálfri
sér henti hún gaman að trúgirni
manns síns. En það stóð þó ekki í
vegi fyrir því að hún þyti til dyr-
anna þegar pósturinn barði að
dyrum, og hún gat ekki stillt sig
um að sveigja lítið eitt að drykk-
felldum uppgjafaforingjum þegar
hún sá að pósturinn kom með
reikning frá klæðskeranum.
„Herbert sendir okkur eina háð-
glósuna enn þegar hann kemur
heim,“ sagði hún, þegar þau sátu
að miðdegisverðinum.
„Ég efast ekki um það,“ sagði
White gamli og hellti bjór í glasið
sitt. „En allt um það hreyfðist
loppan í hendinni á mér, það get
ég svarið.“
„Þér fannst það,“ sagði konan
stillilega.
„Ég1 er viss um að hún gerði það,“
anzaði hann. „Ég var alls ekki að
hugsa um hana einmitt —. Hvað
er þetta?“
Kona hans svaraði engu. Hún
var að virða fyrir sér kynlegt
háttalag manns nokkurs, sem stóð
úti á veginum og horfði hikandi á
húsið, eins og hann væri að reyna
að herða upp hugann til að ganga
inn. Af því hún hafði verið. að
hugsa um tvö hundruð pundin, tók
hún eftir því að ókunni maðurinn
var vel búinn og bar nýjan, gljá-
andi silkihatt. Þrem sinnum stanz-
aði hann við hliðið, og hélt síðan
áfram göngunni. í fjórða sinnið
lagði hann höndina á grindina, og
tók svo allt í einu rögg á sig,
þeytti opnu hliðinu og gekk upp
stíginn. Frú White stakk sam-
stundis höndunum aftur fyrir bak,
leysti af sér svuntuna og smeygði
henni undir sessuna í stólnum sín-
um.
Hún vísaði gestinum inn í stof-
una. Hann virtist mjög órólegur,
hlustaði annars hugar er gamla
konan bað hann að afsaka hve
illa væri tekið til í stofunni og hve
jakkinn mannsins hennar væri
óhreinn; hann væri sem sé vanur