Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 11

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 11
DVÖL 153 hans. „Ég vil fá hana,“ sagði hún lágt. „Þú hefur þó ekki eyðilagt hana?“ „Hún er í dagstofunni, á horn- hillunni,“ svaraði 'hann hissa. „Hvað ætlarðu að gera með hana?“ Hún hló og grét í senn, beygði sig niður og kyssti hann á kinnina. „Mér datt hún bara í hug,“ sagði hún ofsalega. „Hvers vegna hefur mér ekki dottið þetta fyrr í hug? Hvers vegna hefur þér ekki dottið þetta í hug?“ „Dottið hvað í hug?“ spurði hann. „Hinar óskirnar,“ svaraði hún. „Við höfum aðeins óskað okkur einnar.“ „Var það ekki nóg?“ sagði hann hörkulega. „Nei,“ hrópaði hún sigri hrós- andi; „við óskum okkur annarrar til. Flýttu þér niður og sæktu hana, og óskaðu þess, að sonur okkar vakni aftur til lífsins." Gamli maðurinn settist upp í rúminu og þeytti ofan af sér sæng- inni skjálfandi á beinunum. „Guð minn góður, þú ert orðin galin!“ hrópaði hann skelfingu lostinn. „Sæktu hana,“ sagði hún með andköfum; „sæktu hana strax, og óskaðu —. Ó, -drengurinn minn, drengurinn minn!“ Maður hennar tók eldspýtna- stokk og kveikti á kerti. „Komdu aftur upp í rúmið,“ sagði hann skjálfraddaður. ,,Þú veizt ekki hvað þú ert að segja.“ „Við fengum fyrstu óskina upp- fyllta,“ sagði gamla konan áköf. „Hví þá ekki aðra óskina líka?“ „Það var tilviljun,“ stamaði gamli maðurinn. „Farðu og sæktu hana og ósk- aðu,“ æpti gamla konan og dró hann í áttina til dyranna. Hann staulaðist niður stigann í myrkrinu, þreifaði sig áfram að dagstofudyrunum og yfir að arin- hillunni. Töfragripurinn var á sín- um stað, og hann varð gagntekinn hræðilegum ótta við það að hin þögula ósk yrði uppfyllt og honum yrði færður hinn limlesti sonur áður en hann kæmist burt úr stof- unni. Hann greip andann á lofti er hann fann að hann var búinn að tapa áttinni til dyranna. Köld- um angistarsvita sló út um hann meðan hann þreifaði sig áfram kringum borðið og meðfram veggn- um unz hann komst fram í litla ganginn með óheillagripinn í hendinni. Andlit konunnar hans virtist breytt er hann kom aftur inn í svefnherbergið. Það var fölt og ör- væntingarfullt, og honum til skelf- ingar virtist svipurinn afskræmd- ur. Honum stóð geigur af henni. ,,Óskaðu!“ hrópaði hún skærri rödd. „Það er heimskulegt og óguð- legt,“ stamaði hann. „Óskaðu!“ endurtók kona hans. Hann lyfti upp hendinni. „Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.