Dvöl - 01.07.1945, Page 11
DVÖL
153
hans. „Ég vil fá hana,“ sagði hún
lágt. „Þú hefur þó ekki eyðilagt
hana?“
„Hún er í dagstofunni, á horn-
hillunni,“ svaraði 'hann hissa.
„Hvað ætlarðu að gera með hana?“
Hún hló og grét í senn, beygði
sig niður og kyssti hann á kinnina.
„Mér datt hún bara í hug,“ sagði
hún ofsalega. „Hvers vegna hefur
mér ekki dottið þetta fyrr í hug?
Hvers vegna hefur þér ekki dottið
þetta í hug?“
„Dottið hvað í hug?“ spurði
hann.
„Hinar óskirnar,“ svaraði hún.
„Við höfum aðeins óskað okkur
einnar.“
„Var það ekki nóg?“ sagði hann
hörkulega.
„Nei,“ hrópaði hún sigri hrós-
andi; „við óskum okkur annarrar
til. Flýttu þér niður og sæktu hana,
og óskaðu þess, að sonur okkar
vakni aftur til lífsins."
Gamli maðurinn settist upp í
rúminu og þeytti ofan af sér sæng-
inni skjálfandi á beinunum. „Guð
minn góður, þú ert orðin galin!“
hrópaði hann skelfingu lostinn.
„Sæktu hana,“ sagði hún með
andköfum; „sæktu hana strax, og
óskaðu —. Ó, -drengurinn minn,
drengurinn minn!“
Maður hennar tók eldspýtna-
stokk og kveikti á kerti. „Komdu
aftur upp í rúmið,“ sagði hann
skjálfraddaður. ,,Þú veizt ekki
hvað þú ert að segja.“
„Við fengum fyrstu óskina upp-
fyllta,“ sagði gamla konan áköf.
„Hví þá ekki aðra óskina líka?“
„Það var tilviljun,“ stamaði
gamli maðurinn.
„Farðu og sæktu hana og ósk-
aðu,“ æpti gamla konan og dró
hann í áttina til dyranna.
Hann staulaðist niður stigann í
myrkrinu, þreifaði sig áfram að
dagstofudyrunum og yfir að arin-
hillunni. Töfragripurinn var á sín-
um stað, og hann varð gagntekinn
hræðilegum ótta við það að hin
þögula ósk yrði uppfyllt og honum
yrði færður hinn limlesti sonur
áður en hann kæmist burt úr stof-
unni. Hann greip andann á lofti
er hann fann að hann var búinn
að tapa áttinni til dyranna. Köld-
um angistarsvita sló út um hann
meðan hann þreifaði sig áfram
kringum borðið og meðfram veggn-
um unz hann komst fram í litla
ganginn með óheillagripinn í
hendinni.
Andlit konunnar hans virtist
breytt er hann kom aftur inn í
svefnherbergið. Það var fölt og ör-
væntingarfullt, og honum til skelf-
ingar virtist svipurinn afskræmd-
ur. Honum stóð geigur af henni.
,,Óskaðu!“ hrópaði hún skærri
rödd.
„Það er heimskulegt og óguð-
legt,“ stamaði hann.
„Óskaðu!“ endurtók kona hans.
Hann lyfti upp hendinni. „Ég