Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 106
248
DVÖI'
aö miklu sneydd frjóefnum vegna
einhæfrar ræktunar, hafa lengi
verið þurrkar, og fjöldi af bænd-
um flosnar upp, því að ofan á allt
annað er verðlag lágt á fram-
leiðsluvörunum. Bændurnir eru
skuldugir bönkunum, og þó að þeir
eigi ekki að neinu vísu að hverfa
um atvinnu eða húsnæði, þá er
engrar miskunnar að vænta. Ef
Jeitað er fyrir sér um slíkt, farið
frá Heródesi til Pílatusar, þá er
svarið á þessa leið: Það er bankinn,
sem ræður, hann verður að fá sitt.
Ég get ekkert .... Bankinn er eng-
in mannleg vera; hann er höfuð-
skepna, sem lýtur sínu alheims-
lögmáli. Já, og bankinn lætur
plægja landið með traktor, og
traktorinn fer sína beinu braut,
hvort sem hann rekst á hús eða
ekki, — mannabústað, — hvað
varðar hann um slíkt? Úr vegi —
eða þú verður mulinn, kofatetur!
Traktorinn er. járnvald, blint og
hjartalaust eins og bankinn, sem
sendir hann. Gegn þvílíku valdi
dugir ekki að þrjózkast, og engum
manni er um að kenna — þarna
er það bara BANKINN.
Bændurnir hafa fengið sendar
auglýsingar um það, að vinnu sé
að fá vestur við Kyrrahaf: Ávaxta-
tínsla! Dýrleg vinna! Og fjölskyld-
urnar leggja af stað í hina óra-
löngu ferð, hafa m.eð sér hið nauð-
synlegasta af sínu hafurtaski. Bíl-
skrjóðar — bilanir, benzínskortur,
tafir, vandræði. Matarvöntun,
hungur, þreyta, sjúkdómar, dauðs-
föll. Og þegar vestur kemur: Fjöldi
fólks, vinnan hverfandi — hinar
sömu auglýsingar sendar um
allar trissur. Kaupið niður úr öllu
valdi, vinnuleysi, hungur, harð-
ýðgi, já, miskunnarleysi frá hendi
þeirra, sem eiga, og ef brotið er hið
minnsta bann, þá hafa þeir, sem
eru eitthvað og eiga eitthvað, lög-
in, réttinn, sín megin! ....
Allmikil fjölbreytni er í lýsingum
höfundar á atburðum, persónum
og umhverfi, og stíllinn er hispurs-
laus, safamikill og litríkur. En yf-
ir allri frásögninni er samt eins og
hálftómlátlegur hlutleysásblær, eitt-
hvað: ekkert um að fást — þetta er
bara svona, hlaut að ganga svona.
Bankinn, traktorinn, — hvort
tveggja þetta hlítir settu lögmáli,
og svo er einnig um fólkið. Og fyr-
ir þennan frásagnarblæ verða áhrif
sögunnar svo geipisterk sem þau
eru, yfir henni eitthvað ógnblandið
og örlagaþrungið. Bankinn er höf-
uðskepna, traktorinn mylur hvað
sem fyrir er, og fólkið — karlar og
konur, allt frá ungbörnum til
hrumra öldunga, berst áfram,
áfram lengra, lengra, er ómót-
stæðilega knúið af ósýnilegu valdi
út í tortíminguna — eins og læm-
ingjabreiða af heiðum ofan, sem
stefnir til sjávar til að steypast í
djúpið. Og: Upp fyrir okkur rennur
öll ógn hins þrælbundna og misk-
unnarlausa kerfis auðveltunnar,
sem táknast með bankanum og