Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 21
DVÖL 163 Hvað áttum við nú að gera. Við vorum búnir að eyðileggja góð tækifæri fyrir okkur, og Yxlöv gamli var okkur algerlega fortap- aður. Framtíðin, sú var ekki sér- lega glæsileg, og dagarnir milli jóla og nýárs blöstu við okkur í eyði og tómi, og við áttum enga kunningja, sem hægt væri að slá um fáeinar krónur. En við höfðum drukkið nokkur glös af púnsi, og áfengi, sé þess neytt í hófi, gefur oft góðar hugmyndir. Og nú kom okkur djarflegt ráð í hug. — Við förum auðvitað beina leið á lögreglustöðina. Friðþjófur horfði spyrjandi undr- unaraugum á mig. Við höfðum einstaka sinnum átt nokkur skipti við lögregluna áður, höfðum stundum flutt til dyraspjöld, lent í orðaskaki við einn eða annan, slökkt á götuljósum og einu sinni farið í hringdans á torginu um- hverfis lögregluþjón númer 9, hann Ógnar-Móren. Mig minnir, að það væri nóttina, sem ólætin urðu sem mest hérna um árið, og sjálfur lögreglustjórinn las laga- kaflann um hegningar fyrir upp- þot í heyranda hljóði af tröppum lögreglustöðvarinnar. Við höfðum líka einu sinni laumað hálfri tylft af bátshökum inn í forstofuna hjá lögreglustjóranum, til þess að minna á lygasögu, sem gekk um þennan þjóðkunna heiðursmann. Nei, satt var það, lögreglan. leit ekki á okkur sem guðs heilaga engla. — Já, við förum þangað og bjóð- um lögregluþjónunum sopa með okkur. Þú hlýtur að skilja það, að í kvöld hljóta þeir að vera bljúg- ir eins og börn. Jólahelgi og friður hvílir yfir allri náttúrunni. Held- urðu annars, að það hafi nokkurn tímann komið fyrir, að vesalir stúdentar hafi gefið lögregluþjón- um í staupinu á sjálfri lögreglu- stöðinni? Nei, það getur þú bölvað þér upp á. Þetta verður met hjá okkur, og þetta getur komið sér vel seinna í lífinu. Friðþjófur féllst á þessa uppá- stungu, og ég stakk flöskunni í vasann. Nokkrum mínútum seinna gengum við inn í þau salarkynni, sem nokkrum sinnum áður höfðu hýst okkur sem þrjóta og þorpara, sem ákærðir voru fyrir að raska næturfriði heiðarlegra borgara og brjóta í ( bág við lögreglusam- þykktir bæjarins. Lögregluþjónarnir gláptu á okk- ur galopnum augum. Ég ræskti mig. Svo tók ég til máls og hélt dálítinn ræðustúf um helgi og til- gang jólahátíðarinnar. Ég sagði, að á slíkum degi ættum við að gleyma allri misklið og óánægju. Að vísu væri það satt, að stúdent- arnir væru ekki umvafðir neinni gloríu i augum réttvísinnar, vegna fáeinna smávægilegra óhappaat- vika, og stundum — því miður — væri þetta álit gagnkvæmt. En nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.