Dvöl - 01.07.1945, Page 21
DVÖL
163
Hvað áttum við nú að gera. Við
vorum búnir að eyðileggja góð
tækifæri fyrir okkur, og Yxlöv
gamli var okkur algerlega fortap-
aður. Framtíðin, sú var ekki sér-
lega glæsileg, og dagarnir milli
jóla og nýárs blöstu við okkur í
eyði og tómi, og við áttum enga
kunningja, sem hægt væri að slá
um fáeinar krónur. En við höfðum
drukkið nokkur glös af púnsi, og
áfengi, sé þess neytt í hófi, gefur
oft góðar hugmyndir.
Og nú kom okkur djarflegt ráð
í hug.
— Við förum auðvitað beina leið
á lögreglustöðina.
Friðþjófur horfði spyrjandi undr-
unaraugum á mig. Við höfðum
einstaka sinnum átt nokkur skipti
við lögregluna áður, höfðum
stundum flutt til dyraspjöld, lent í
orðaskaki við einn eða annan,
slökkt á götuljósum og einu sinni
farið í hringdans á torginu um-
hverfis lögregluþjón númer 9,
hann Ógnar-Móren. Mig minnir,
að það væri nóttina, sem ólætin
urðu sem mest hérna um árið, og
sjálfur lögreglustjórinn las laga-
kaflann um hegningar fyrir upp-
þot í heyranda hljóði af tröppum
lögreglustöðvarinnar. Við höfðum
líka einu sinni laumað hálfri tylft
af bátshökum inn í forstofuna hjá
lögreglustjóranum, til þess að
minna á lygasögu, sem gekk um
þennan þjóðkunna heiðursmann.
Nei, satt var það, lögreglan. leit
ekki á okkur sem guðs heilaga
engla.
— Já, við förum þangað og bjóð-
um lögregluþjónunum sopa með
okkur. Þú hlýtur að skilja það,
að í kvöld hljóta þeir að vera bljúg-
ir eins og börn. Jólahelgi og friður
hvílir yfir allri náttúrunni. Held-
urðu annars, að það hafi nokkurn
tímann komið fyrir, að vesalir
stúdentar hafi gefið lögregluþjón-
um í staupinu á sjálfri lögreglu-
stöðinni? Nei, það getur þú bölvað
þér upp á. Þetta verður met hjá
okkur, og þetta getur komið sér
vel seinna í lífinu.
Friðþjófur féllst á þessa uppá-
stungu, og ég stakk flöskunni í
vasann. Nokkrum mínútum seinna
gengum við inn í þau salarkynni,
sem nokkrum sinnum áður höfðu
hýst okkur sem þrjóta og þorpara,
sem ákærðir voru fyrir að raska
næturfriði heiðarlegra borgara og
brjóta í ( bág við lögreglusam-
þykktir bæjarins.
Lögregluþjónarnir gláptu á okk-
ur galopnum augum. Ég ræskti
mig. Svo tók ég til máls og hélt
dálítinn ræðustúf um helgi og til-
gang jólahátíðarinnar. Ég sagði,
að á slíkum degi ættum við að
gleyma allri misklið og óánægju.
Að vísu væri það satt, að stúdent-
arnir væru ekki umvafðir neinni
gloríu i augum réttvísinnar, vegna
fáeinna smávægilegra óhappaat-
vika, og stundum — því miður —
væri þetta álit gagnkvæmt. En nú