Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 94

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 94
236 D VÖI. virtust reyna að' ryðja sér braut inn í leyndustu hugarfylgsni hennar. Allt í einu greip hann andann á lofti. „Betrunarhúsið." Hún æpti upp yfir sig, en féll svo að fótum hans og greip um þá báð- um höndum. „Sendið þér mig ekki þangaö aftur. Ég sver yður fyrir augliti guðs, að ég skal vera góð og heiðvirð. Ég skal steinhætta þessu öllu.“ Sundurlaus bænarorð streymdu af vörum hennar, og tárin runnu í lækjum niður málaða vangana. Hann laut niður að henni, sneri and- liti hennar upp, svo að hún varð að líta framan í hann. „Er það það, er það betrunarhúsið?“ „Ég stakk af, áður en þeir næðu mér,“ sagði hún og dró andann þungt. „Ef fantarnir góma mig, fæ ég þrjú ár.“ Hann sleppti henni, en hún féll á gólfið og lá þar eins og hrúgald og barðist við ekkann. Macphail læknir reis á fætur. „Þá horfir málið öðruvísi við,“ mælti hann. „Fyrst svona er, getið þér ekki neytt hana til að snúa við. Gefið þér henni annaö tækifæri. Hún vill byrja nýtt líf.“ „Ég ætla að gefa henni glæsilegasta tækifærið, sem henni hefur nokkru sinni hlotnazt. Ef hún iðrast, skal hún fá að taka út refsingu sína.“ Hún misskildi hann og leit upp. Vonarbjarmi kom í tárvot augun. „Þér ætlið að sleppa mér?“ „Nei. Þér leggið af stað til San Francisco á þriðjudaginn." Hún gaf frá sér angistarstunu og tók svo að veina lágt og hásum rómi, sem naumast líktist neinum hljóðum úr mannsbarka, og lamdi höfðinu tryllingslega í gólfið. Læknirinn hljóp til og lyfti henni upp. „Svona nú, þetta megið þér ekki gera. Þér séttuð að fara inn til yðar og leggjast fyrir. Ég skal gefa yður eitthvað.“ Hann reisti hana á fætur og ýmist bar hana eða dró niður stigann. Hann gat ekki fyrirgefið frú Davidson og konu sinni, að þær skyldu ekki rétta hjálparhönd. Kynblendingurinn stóð á stigapallinum, og með hjálp hans tókst lækninum að koma henni upp í rúmið. Hún stundi og grét og vissi naumast af sér. Hann dældi í hana róandi lyfi. Hann var sveittur og þreyttur, þegar hann kom upp aftur. „Mér tókst að koma henni í rúmið." Konurnar og Davidson voru í sömu skorðum og þegar hann gekk út úr stofunni Þau gátu ekki hafa hreyft sig eða mælt orð eftir það. „Ég var að bíða eftir yður,“ mælti trúboðinn, og röddin var undar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.