Dvöl - 01.07.1945, Page 94
236
D VÖI.
virtust reyna að' ryðja sér braut inn í leyndustu hugarfylgsni hennar.
Allt í einu greip hann andann á lofti.
„Betrunarhúsið."
Hún æpti upp yfir sig, en féll svo að fótum hans og greip um þá báð-
um höndum.
„Sendið þér mig ekki þangaö aftur. Ég sver yður fyrir augliti guðs,
að ég skal vera góð og heiðvirð. Ég skal steinhætta þessu öllu.“
Sundurlaus bænarorð streymdu af vörum hennar, og tárin runnu
í lækjum niður málaða vangana. Hann laut niður að henni, sneri and-
liti hennar upp, svo að hún varð að líta framan í hann.
„Er það það, er það betrunarhúsið?“
„Ég stakk af, áður en þeir næðu mér,“ sagði hún og dró andann
þungt. „Ef fantarnir góma mig, fæ ég þrjú ár.“
Hann sleppti henni, en hún féll á gólfið og lá þar eins og hrúgald
og barðist við ekkann. Macphail læknir reis á fætur.
„Þá horfir málið öðruvísi við,“ mælti hann. „Fyrst svona er, getið
þér ekki neytt hana til að snúa við. Gefið þér henni annaö tækifæri.
Hún vill byrja nýtt líf.“
„Ég ætla að gefa henni glæsilegasta tækifærið, sem henni hefur nokkru
sinni hlotnazt. Ef hún iðrast, skal hún fá að taka út refsingu sína.“
Hún misskildi hann og leit upp. Vonarbjarmi kom í tárvot augun.
„Þér ætlið að sleppa mér?“
„Nei. Þér leggið af stað til San Francisco á þriðjudaginn."
Hún gaf frá sér angistarstunu og tók svo að veina lágt og hásum rómi,
sem naumast líktist neinum hljóðum úr mannsbarka, og lamdi höfðinu
tryllingslega í gólfið. Læknirinn hljóp til og lyfti henni upp.
„Svona nú, þetta megið þér ekki gera. Þér séttuð að fara inn til yðar
og leggjast fyrir. Ég skal gefa yður eitthvað.“
Hann reisti hana á fætur og ýmist bar hana eða dró niður stigann.
Hann gat ekki fyrirgefið frú Davidson og konu sinni, að þær skyldu
ekki rétta hjálparhönd. Kynblendingurinn stóð á stigapallinum, og með
hjálp hans tókst lækninum að koma henni upp í rúmið. Hún stundi
og grét og vissi naumast af sér. Hann dældi í hana róandi lyfi. Hann
var sveittur og þreyttur, þegar hann kom upp aftur.
„Mér tókst að koma henni í rúmið."
Konurnar og Davidson voru í sömu skorðum og þegar hann gekk út
úr stofunni Þau gátu ekki hafa hreyft sig eða mælt orð eftir það.
„Ég var að bíða eftir yður,“ mælti trúboðinn, og röddin var undar-