Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 115
D VÖL
257
margt látið fljóta með. Þeir, sem yrkja
mikið, hafa efni á að velja og hafna; hafa
efni á að bera aðeins það bezta á borð
fyrir gesti sína.
En íslenzka þjóðin er vel á vegi stödd,
ef hún á margar konur og menn, sem
yrkja eins mikið og Erla, það er aðeins
spurning, hvort það á allt að birtast í
ljóðabókum. Það má aldrei koma fyrir,
að andleg menning á íslandi verði ein-
göngu borin uppi af fámennri stétt lærðra
manna. í þeim víngaröi verður þjóðin öll
að vinna. Það er lifsnauðsyn, r* em allra
flestir menn og konur hugsi, yrki og skrifi
jafnhliða brauðstriti sínu. Bókmenntalegt
gildi alþýölegs kveðskapar og fræði-
mennsku er ef til vill ekki aðalatriðið;
iökunin, ástundunin sjálf, er meira verð.
Þegar íslenzk alþýða leggur árar í bát
á þessu sviði, og lætur hámenntuðu menn-
ina eina um skáldskap og bókmenntaiðk-
anir, er grundvellinum kippt undan ís-
ienzkri þjóðmenningu.
Frágangur þessarar bókar af hendi út-
gáfunnar er mjög góður, pappír góður og
band vandað. Ég held, að Bókfellsútgáfan
standi mjög framarlega um frágang bóka
eftir íslenzkum mælikvarða. Eitt hefur þó
angrað mig við lestur bókarinnar, og
það er það, að ég hef hvergi fundið efnis-
yfirlit, og þess vegna átt erfiðara með að
finna þau kvæði, sem mig hefur langað
til að líta á aftur. A. K.
Villtur vegar. Eftir Kristján Ein-
arsson frá Djúpalæk. Bókaútgáfa
Pálma H. Jónssonar 1945.
Kristján Einarsson frá Djúpalæk er
ungur maður, en hefur þó áður gefið út
eina ljóðabók er nefndist „Frá nyrztu
ströndum." Hlaut hún allgóða dóma sem
byrjandabók og lofaði góðu um höfundinn.
Það er auðséð, að Kristján tekur köllun
sína alvarlega og beitir töluverðum sjálfs-
aga. Honum hefur vaxið þróttur og öryggi.
Málfar hans er hreint og óþvingað og
orðaval frjálslegt. Honum lætur bezt að
bregða upp lífsmyndum. Kvæðin „Ver-
menn“ og „Höggvandi“ bera því ljóst
vitni. Þar eru hreinar og skýrar lýsingar.
Kristján dregur oft snjallar lýsingar í
fáum dráttum. Oft bregður fyrir í kvæð-
um hans léttum og liprum gæluróm, sem
vitnar um viðkvæmni og heita lund. í
kvæðinu „Þula“ eru þessar vísur:
Út á hólnum áttu bú
upp við hlöðuvegginn.
Skyldi ei bezt að skoða í dag
skelina og legginn,
sauðahorn og kjálka úr kú
— hvöss er tanna eggin —
einnig hvítu ýsubeins
öndina og stegginn?
Þú ert ungur, þú átt gott,
þú átt allan heiminn.
Meðan ómar æskuvor,
er manns hugur dreyminn.
Ég var ungur eins og þú
— ekki að vera feiminn. —
Eftir hverju ertu að gá
út í víðan geiminn?
Þetta er skær strengur. — Eða finnst
ykkur ekki þessi kvenlýsing í kvæðinu
„Kolbrún" töluvert snjöll hjá ungum höf-
undi?
Og hrafntinnusteinsins bar hárið lit,
en hörundið snæs.
í brjósti var svellandi sæs,
í líkama sefgrassins sveigjuþol,
og svifmýkt hins létta fræs.
Það mætti að því finna að stundum
virðist bregða fyrir áhrifum frá öðrum
skáldum, t. d. Einari Ben. í kvæðinu
„Vermenn", sem er þó þróttmesta og lík-
lega bezta kvæði bókarinnar. En hvergi
kveöur svo rammt að þessu, að til lýta
eða eftiröpunar geti talizt, og getur orðið
höf. til þroska, er hann eldist og vex að
reynslu.
Það má mikils vænta af þessum höfundi.