Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 115

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 115
D VÖL 257 margt látið fljóta með. Þeir, sem yrkja mikið, hafa efni á að velja og hafna; hafa efni á að bera aðeins það bezta á borð fyrir gesti sína. En íslenzka þjóðin er vel á vegi stödd, ef hún á margar konur og menn, sem yrkja eins mikið og Erla, það er aðeins spurning, hvort það á allt að birtast í ljóðabókum. Það má aldrei koma fyrir, að andleg menning á íslandi verði ein- göngu borin uppi af fámennri stétt lærðra manna. í þeim víngaröi verður þjóðin öll að vinna. Það er lifsnauðsyn, r* em allra flestir menn og konur hugsi, yrki og skrifi jafnhliða brauðstriti sínu. Bókmenntalegt gildi alþýölegs kveðskapar og fræði- mennsku er ef til vill ekki aðalatriðið; iökunin, ástundunin sjálf, er meira verð. Þegar íslenzk alþýða leggur árar í bát á þessu sviði, og lætur hámenntuðu menn- ina eina um skáldskap og bókmenntaiðk- anir, er grundvellinum kippt undan ís- ienzkri þjóðmenningu. Frágangur þessarar bókar af hendi út- gáfunnar er mjög góður, pappír góður og band vandað. Ég held, að Bókfellsútgáfan standi mjög framarlega um frágang bóka eftir íslenzkum mælikvarða. Eitt hefur þó angrað mig við lestur bókarinnar, og það er það, að ég hef hvergi fundið efnis- yfirlit, og þess vegna átt erfiðara með að finna þau kvæði, sem mig hefur langað til að líta á aftur. A. K. Villtur vegar. Eftir Kristján Ein- arsson frá Djúpalæk. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar 1945. Kristján Einarsson frá Djúpalæk er ungur maður, en hefur þó áður gefið út eina ljóðabók er nefndist „Frá nyrztu ströndum." Hlaut hún allgóða dóma sem byrjandabók og lofaði góðu um höfundinn. Það er auðséð, að Kristján tekur köllun sína alvarlega og beitir töluverðum sjálfs- aga. Honum hefur vaxið þróttur og öryggi. Málfar hans er hreint og óþvingað og orðaval frjálslegt. Honum lætur bezt að bregða upp lífsmyndum. Kvæðin „Ver- menn“ og „Höggvandi“ bera því ljóst vitni. Þar eru hreinar og skýrar lýsingar. Kristján dregur oft snjallar lýsingar í fáum dráttum. Oft bregður fyrir í kvæð- um hans léttum og liprum gæluróm, sem vitnar um viðkvæmni og heita lund. í kvæðinu „Þula“ eru þessar vísur: Út á hólnum áttu bú upp við hlöðuvegginn. Skyldi ei bezt að skoða í dag skelina og legginn, sauðahorn og kjálka úr kú — hvöss er tanna eggin — einnig hvítu ýsubeins öndina og stegginn? Þú ert ungur, þú átt gott, þú átt allan heiminn. Meðan ómar æskuvor, er manns hugur dreyminn. Ég var ungur eins og þú — ekki að vera feiminn. — Eftir hverju ertu að gá út í víðan geiminn? Þetta er skær strengur. — Eða finnst ykkur ekki þessi kvenlýsing í kvæðinu „Kolbrún" töluvert snjöll hjá ungum höf- undi? Og hrafntinnusteinsins bar hárið lit, en hörundið snæs. í brjósti var svellandi sæs, í líkama sefgrassins sveigjuþol, og svifmýkt hins létta fræs. Það mætti að því finna að stundum virðist bregða fyrir áhrifum frá öðrum skáldum, t. d. Einari Ben. í kvæðinu „Vermenn", sem er þó þróttmesta og lík- lega bezta kvæði bókarinnar. En hvergi kveöur svo rammt að þessu, að til lýta eða eftiröpunar geti talizt, og getur orðið höf. til þroska, er hann eldist og vex að reynslu. Það má mikils vænta af þessum höfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.