Dvöl - 01.07.1945, Síða 106

Dvöl - 01.07.1945, Síða 106
248 DVÖI' aö miklu sneydd frjóefnum vegna einhæfrar ræktunar, hafa lengi verið þurrkar, og fjöldi af bænd- um flosnar upp, því að ofan á allt annað er verðlag lágt á fram- leiðsluvörunum. Bændurnir eru skuldugir bönkunum, og þó að þeir eigi ekki að neinu vísu að hverfa um atvinnu eða húsnæði, þá er engrar miskunnar að vænta. Ef Jeitað er fyrir sér um slíkt, farið frá Heródesi til Pílatusar, þá er svarið á þessa leið: Það er bankinn, sem ræður, hann verður að fá sitt. Ég get ekkert .... Bankinn er eng- in mannleg vera; hann er höfuð- skepna, sem lýtur sínu alheims- lögmáli. Já, og bankinn lætur plægja landið með traktor, og traktorinn fer sína beinu braut, hvort sem hann rekst á hús eða ekki, — mannabústað, — hvað varðar hann um slíkt? Úr vegi — eða þú verður mulinn, kofatetur! Traktorinn er. járnvald, blint og hjartalaust eins og bankinn, sem sendir hann. Gegn þvílíku valdi dugir ekki að þrjózkast, og engum manni er um að kenna — þarna er það bara BANKINN. Bændurnir hafa fengið sendar auglýsingar um það, að vinnu sé að fá vestur við Kyrrahaf: Ávaxta- tínsla! Dýrleg vinna! Og fjölskyld- urnar leggja af stað í hina óra- löngu ferð, hafa m.eð sér hið nauð- synlegasta af sínu hafurtaski. Bíl- skrjóðar — bilanir, benzínskortur, tafir, vandræði. Matarvöntun, hungur, þreyta, sjúkdómar, dauðs- föll. Og þegar vestur kemur: Fjöldi fólks, vinnan hverfandi — hinar sömu auglýsingar sendar um allar trissur. Kaupið niður úr öllu valdi, vinnuleysi, hungur, harð- ýðgi, já, miskunnarleysi frá hendi þeirra, sem eiga, og ef brotið er hið minnsta bann, þá hafa þeir, sem eru eitthvað og eiga eitthvað, lög- in, réttinn, sín megin! .... Allmikil fjölbreytni er í lýsingum höfundar á atburðum, persónum og umhverfi, og stíllinn er hispurs- laus, safamikill og litríkur. En yf- ir allri frásögninni er samt eins og hálftómlátlegur hlutleysásblær, eitt- hvað: ekkert um að fást — þetta er bara svona, hlaut að ganga svona. Bankinn, traktorinn, — hvort tveggja þetta hlítir settu lögmáli, og svo er einnig um fólkið. Og fyr- ir þennan frásagnarblæ verða áhrif sögunnar svo geipisterk sem þau eru, yfir henni eitthvað ógnblandið og örlagaþrungið. Bankinn er höf- uðskepna, traktorinn mylur hvað sem fyrir er, og fólkið — karlar og konur, allt frá ungbörnum til hrumra öldunga, berst áfram, áfram lengra, lengra, er ómót- stæðilega knúið af ósýnilegu valdi út í tortíminguna — eins og læm- ingjabreiða af heiðum ofan, sem stefnir til sjávar til að steypast í djúpið. Og: Upp fyrir okkur rennur öll ógn hins þrælbundna og misk- unnarlausa kerfis auðveltunnar, sem táknast með bankanum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.