Dvöl - 01.07.1945, Page 30
172
DVÖL
hugsandi á eftir. Hann hafði ekk-
ert bragðað á þessum degi nema
grautarspón snemma um morgun-
inn og var því heldur en ekki farið
að muna í miðdegismatinn, sem að
þessu sinni var sílspikað sauða-
kjöt og baunir. Auðvitað vildi hús-
freyja ekki brjóta á móti boðum
læknisins og lét því færa honum
hinn tiltekna skammt af saltvatni.
Þegar allir voru búnir að taka
á sig náðir um kvöldið, smokraði
Drési sér í buxurnar sínar, dró
skó á fætur sér og læddist fram
úr baðstofunni. Þessu hafði verið
gert ráð fyrir og var honum veitt
eftirför. Fyrst reyndi hann að
komast inn í búrið, en það var
læst. Þá paufaðist hann fram í
gamla eldhúsið. Þar hékk hangi-
kjöt uppi í rjáfri. Drési lýsti sér
með eldspýtu, steig upp á hlóðar-
stein og seildist eftir læri. Hann
náði taki á því, brá upp sjálfskeið-
ungnum sínum og skar sér væna
flís af hráu hangikjöti.Hann var að
skafa af henni sótið, þegar fylgi-
nautur hans gerði honum svo
hverft við að hann missti hangi-
kjötsflísina ofan í moðhrúgu og
forðaði sér út úr eldhúsinu. Ekki
fór hann inn í baðstofu við svo
búið, sulturinn var að líkindum svo
sár að hann hélzt ekki við í rúm-
inu. Hann þvældist í göngunum
dálitla stund, en lagði ekki út í
hangikjötsstuld öðru sinni. Aftur
á móti þreif hann úlpu í bæjar-
dyrunum, færði sig í hana og þaut
út í brunarenninginn. Sá, sem
hafði veitt honum eftirför fram í
bæinn, þóttist vita, að hann ætlaði
út í skemmu. Þar var harðfiskur
geymdur og mundi hann ætla að
seðja hungur sitt á honum.
Þetta var í eina skiptið, sem vit-
að var að Drési gerði sig sekan
um óráövendni. Hann var oft lát-
inn berja fisk, en það var svo ör-
grannt um það, að nokkurn tíma
sæist hvinnrifa á fiskinum, þegar
bann skilaði honum börðum inn á
búrsbekkinn.
Drési klæddi sig um venjulegan
fótaferðatíma daginn eftir og
kvaðst heill heilsu. Svo vel dugði
honum saltvatn læknisins, að
aldrei kvartaði hann um stingi
framar á þessum vetri.
Lítið bar á drykkfeldni Drésa
meðan hann var á Orrastöðum,
enda erfitt um öflun drykkjar-
fanga. Eitthvað flangsaðist hann
utan í kvenfólki, en það, sem gerði
hann verst þokkaðan á heimilinu,
voru slarksögur hans, sem urðu því
svakalegri. sem hann varð lang-
dregnari af vínleysinu. Drési þótti
ekki stíga í vitið, en á þessu sviði
hafði hann ótrúlegt hugmynda-
flug og talsvert mergjaðan orða-
forða. Það sannaðist gjörla á sög-
um hans, að margt er munaði til
lýta lagt. Aldrei hafði svo siðspillt-
ur þulur setið innan veggja þessa
ærukæra sveitaheimilis. Þótt allir
þættust hneykslaðir þótti fólkinu