Dvöl - 01.07.1945, Page 74
216
DVÖL
bakkanum stóð hermaður með vél-
byssu á þrífæti.
Ferris, kallaði hún. Komdu í
land með mér að ná í riffla og
björgunarbelti. Hermaðurinn þok-
aðist til hennar.
Heyrðu skipstjóri, hvíslaði hann.
Það er ekkert gagn að rifflum.
Taktu mig og vélbyssuna með.
Bíddu þangað til dimmir og þá get
ég laumazt um borð og komið með
þér. Mín verður ekki saknað fyrr
en ég er kominn aftur.
Hún brosti ánægjulega. Hann
kunni auðvitað líka að fara með
riffla. Hún hafði aldrei hleypt af
skoti á ævi sinni. Ágætt, hvíslaði
hún. Hvað heitir þú?
Tanner heiti ég, skipstjóri. Þú
ert afbragðs karl.
Það fannst henni líka sjálfri.
Sjónarröndin var eins og gíg-
barmur. f vestri loguðu olíugeym-
arnir í Dunkirk dökkum loga, sem
við og við spýtti eldsúlum, þegar
sprengjur féllu niður á þetta vítis-
bál. Daufir eldar loguðu fram með
ströndinni og strandvirkin hræktu
hvítum blossum og dunuðu sem
þrumur í fjarska. Kastljósin æddu
um lágskýin og eldrákir frá loft-
varnarbyssum smugu um þau.
Þau höfðu komizt til La Panna
með því að elta hjólaskip, sem dró
á eftir sér hálfa tylft björgunar-
báta. Næturloftið ómaði af véla-
skellum. Nýmáni gægðist úr skýja-
fari og lýsti dauflega á smábáta
um allan sjó, sem streymdu í sömu
átt.
Johnnie sat töfraður af þessari
sjón og skrækti öðru hverju. Tann-
er hafði komið byssu sinni fyrir í
skutunm og hvíldi hana við stýrið.
Hann sagði, að það væri. rétt eins
og að aka í bíl. Hún æfði sig á að
hlaða rifflana með tilsögn hans.
Ferris gamli kom við og við upp
og kallaði hana þá skipstjóra í
hverju orði. Ekki skipti máli hvað
Johnnie kallaði hana, því að eng-
inn skiidi hvað hann sagði.
Þú ert nokkuð ungur til að vera
með í þessum leik, skipstjóri, sagði
Tanner. Hvað ertu gamall?
Svona hundrað ára, anzaði hún
með kuldahlátri. Og á þeirri
stundu, í dögun þess jarðneska vít-
is, fannst henni það rétt.
Dagur rann, og þá sáust smábát-
arnir frá suðurströnd Englands.
Þeir þöktu sundið eins og flugur
smápoll. Skemmtiskip og kapp-
siglingabátar, dráttarbátar, trillur,
ferjur. björgunarbátar, mótorbát-
ar, árabátar og kajakar. — Fiski-
menn, kappsiglingamenn, hafnar-
verkamenn, menn, sem aldrei á
ævi sinni höfðu á sjó komið, millj-
ónamæringar og öreigar, öldungar
og unglingar, allir svöruðu beiðn-
inni um báta. Báta, til að sækja
síðasta liðið á Frakklandsströnd.
Hugur hennar var svo bundinn
við þá lifandi, að hún hafði ekki
munað eftir hinum dauðu. Hún sá
þá ekki fyrr en Johnnie fór að