Dvöl - 01.07.1945, Page 34
176
í) VÖL
Jósi hafði fengið fyrirskipanír
um það, að láta Drésa komast að
svikunum og verða sér til ófyrn-
anlegrar skammar frammi fyrir
öllu heimilisfólkinu, en hann lék
hlutverk ungrar. elskandi konu
með þeim ágætum, að fólkið
gleymdi hinum upphaflega til-
gangi þessa leiks og hreifst með.
Svo kom háttatíminn og elsk-
endurnir skildust að. Drési strauk
köttinn, sem hringaði sig til fóta
hans. Þegar hann kom á fætur
aftur var Karólína öll á brott, hún
hafði farið í rauðaþýtið um morg-
uninn. Drési var hnugginn yfir því
að hafa ekki fengið að sjá hana
áður en hún hélt áfram ferð sinni,
en jafnframt svo sæll yfir minn-
ingu hins sæluríka kvölds, að öll
sorg varð sem fis.
Öllum hafði þótt þetta ævintýri
svo frámunalega skemmtilegt, að
það var ákveðið að endurtaka það
strax kvöldið eftir, þó með nokkr-
um breytingum og öllu meiri bí-
ræfni en kvöldið áður. Þannig fékk
t. d. Drési boð úr síma þess efnis,
að Karólína hefði snúið við og bæði
hann að koma til móts við sig upp
að Merkjalæk á tiltekinni stundu.
Drési tvírakaði sig, vatnskembdi
sig og burstaði sig hátt og lágt og
skundaði síðan til stefnumótsins,
léttur eins og vængjuð vera.
Það var marauð jörð og mána-
bert, blækyrrt veður, sem bauð til
atlota og langdvalar úti við. Karó-
lína stóð við Merkjalækinn, hag-
ræddi dúnkoddanum innan undir
silkilífinu og hnyklaði armvöðvana.
Hún var við harki búin. En Drési
kyssti hana með meiri blíðu en á-
fergju, tók við tösku hennar og
bjóst til að leiða hana í áttina til
bæjar.
„Ógn og skelfing varstu væn að
koma aftur, elskan mín,“ sagði
hann og þrýsti henni að sér.
Karólína kvakaði eitthvað um
ást sína og þrá, teygði skýluklút-
inn lengra fram yfir ennið og gaut
augunum til Drésa til þess að gefa
gætur að svipbrigðum hans.
Hann starði fram undan sér ang-
urblíður á svipinn.
,.Þú komst eins og af guði send,
elskan mín. Mamma mín hét Karó-
lína eins og þú, hún dó frá mér,
þegar ég var á fyrsta árinu, síðan
hef ég engan átt að. En nú á ég
þig. Við skulum elskast út af lífinu,
Karólína mín. Og ekki láta börnin
okkar fara á flæking.“
Karólína losaði sig úr örmum
hans. „Segðu mér hvernig líf þitt
hefur verið,“ bað hún hljóðlega.
— Þeim var vel fagnað heima
á Orrastöðum, sett að dúkuðu borði
og bornar veglegar veitingar. Fólk-
ið hópaðist í kring um þau og
sprekaði þeim til fyrir það, hvað
þau væru ástfangin, og orðaði við
þau skemmri giftingu, sem vel
mætti koma í kring strax um
kvöldið og gætu þau þá fengið
stofuloftið fyrir brúðhjónaher-
bergi. Karólína tók þessu spaugi