Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 3
FATÆKUR VOR VEGNA Pér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gerðist fátœkur yðar vegna, þótt ríkur vœri, til þess að þér auðguðust affátækt hans. II. Kor. 8, 9. Það þykir ekki lengur í frásögur fær- andi þótt Islendingur bregði sér til út- landa um tveggja eða þriggja vikna skeið, en þess átti ég kost á síðastliðnu sumri. Margt ber að sjálfsögðu fyrir augu á slíkri ferð, en eitt af því minnisstæðasta eru fjölmargar glæsilegar kirkjubyggingar, sem teygja turni sína hátt til himins og hrífa ferðamanninn með fegurð sinni, jafnt innan veggja sem utan. Öll þess hús eru reist þeim Drottni til dýrðar, sem fæddist á heilögum jólum fyrir tæpum tvö þúsund árum. Honum var ekki búinn staður í hárri höll, eða glæsilegu guðs- húsi, þótt hann væri herra himins og jarð- ar, enda ekki mörgum slíkum húsum til að dreifa. Hrörlegt fjárhús var hans fyrsta athvarf hér í heimi. Fáum var raunar kunnugt um hver kominn var í mannheim öðrum en fátækum hirðum á Betlehems- völlum, sem heyrðu boðskap engilsins: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem Krist- ur Drottinn í borg Davíðs.“ Séra Friðrik söng um þennan atburð m.a. með þessum öðrum: Árni Sigurjónsson. Einu sinni’ í ættborg Davíðs ofur hrörlegt fjárhús var, fátæk móðir litverp lagði lítið barn í jötu þar, móðir sú var meyja hrein mjúkhent reifum vafði svein. Kom frá hæðum hingað niður hann sem Guð og Drottinn er, jatan varð hans vagga fyrsta, vesælt skýli kaus hann sér; snauðra gekk hann meðal manna myrkrið þekkti’ ei ljósið sanna. Vissulega er hér um miklar andstæður að ræða, þegar litið er á hrörlegt fjárhús annars vegar, sem hýsti fátæka fjöl- skyldu, og hins vegar glæsilegar kirkju- byggingar, sem víða má sjá í Mið- og Suð- ur Evrópu alsettar skrauti og fögrum listaverkum. En það er ekki þar með sagt að lofgjörð og tilbeiðsla þeirra, sem njóta hins glæsilega umhverfis háreistra kirkju- bygginga, sé sannari og einlægari en þeirra fátæku hirða, sem forðum vegsöm- uðu Guð og lofuðu hann fyrir það, sem þeir höfðu heyrt og séð, er þeir höfðu litið frelsarann augum. Það getur óneitanlega verið hrífandi fyrir framandi ferðamann að sjá gamla konu signa sig í auðmýkt og krjúpa við gráturnar í glæsilegu guðshúsi og bæra varir sínar í einlægri bæn. Skrautleg kirkja getur verið fögur umgjörð um slíka mynd, en samskonar atburður getur að sjálfsögðu átt sér stað á hvaða stað sem er, jafnvel í lágreistum moldarkofa, því að „musteri Guðs eru hjörtu sem trúa“. Svo segir hinn hái og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur: Eg bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda. Þetta leiðir hugann að því að annað gildismat muni ríkja í Guðsríki en meðal okkar manna og eru mörg dæmi þess í heilagri ritningu. Nægir að nefna við- brögð Jesú þegar lærisveinar hans spurðu hann hver væri mestur í himnaríki. Þá tók hann lítið barn og setti það á meðal þeirra og sagði: Sannarlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki. Á öðrum stað talar hann um að boðskapur hans um Guðsríki sé hulinn fyrir spekingum og hyggindamönnum en opinberaður smæl- ingjum. Auk þess mætti nefna upphaf fjallræðu Jesú, sem er guðspjall Allra- heilaga-messu — þegar þessi orð eru skrifuð: — Sælir eru fátækir í anda því þeirra er himnaríki. Ætli megi ekki telja að það, að vera fátækur í anda sé sama og að vera þurfandi fyrir náð Guðs og gera sér ljósa stöðu sína gagnvart heilagleika hans, vera háður honum og lúta honum í auðmýkt. Það er að vísu hægara sagt en gert, en rakin leið til sælu að mati Jesú. Nú er risin að Hlíðarenda minningar- kapella um séra Friðrik, hinn ástsæla leiðtoga æskunnar í Reykjavík, þótt hún sé ekki fullgerð ennþá. Hún er ekki reist honum til dýrðar, heldur þeim Drottni, sem hann trúði á og leiddi menn til, en í þakklátri minningu um frábæra leiðsögn. Þetta hús er ekki stórt og jafnast ekki á við áður nefndar skrautbyggingar úti í heimi, en getur þó orðið athvarf til hljóðra stunda og hvatt okkur til að beygja kné við jötuna lágu. Heilög jóla- hátíð auðveldar mörgum að verða aftur eins og börn og það er skref í rétta átt ef hugur fylgir máli. GLEÐILEGA HÁTÍÐ Árni Sigurjónsson Útgefandi: Fróði hf., Bfldshöfða 18 fyrir Knattspyrnufélagið Val. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. Ritnefnd: Lárus Ögmundsson, Þorsteinn Haraldsson, Þorgrímur Þráinsson og Sigurður Marelsson. Ritstjóri: Þorgrímur Þráinsson. Prentun: Prentstofa G. Ben, Nýbýlavegi, Kópavogi. Valsblaðið vill færa Halldóri Halldórssyni, Valsmanni, sérstakar þakkir fyrir að lána fjölmargar myndir til birtingar í biaðinu. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.