Valsblaðið - 01.05.1991, Page 6

Valsblaðið - 01.05.1991, Page 6
Aðalstjórn og stjórnir allra deilda í Val 1991-1992. Áhöfnin að Hlíðarenda sem sér um dag- legan rekstur félagsins og starfsemi þess. Sigríður Yngvadóttir, framkvœmda- stjóri, Baldur B. Bjarnason, Ása Karls- dóttir, Elín Elísabet Baldursdóttir og Sverrir Traustason, yfirumsjónarmaður svæðis og liúsa að Hliðarenda. staðfest aðalskipulag Hlíðarendasvæðis- ins og samþykkt að gefa steindan glugga, gerðan af Leifi Breiðfjörð, til kapellu séra Friðriks. Síðdegis var opnuð sögusýning í Vals- heimilinu á vegum minjanefndar. Minja- nefnd hafði staðið fyrir fjársöfnun til kaupa á glerskápum til vörslu á verð- launagripum félagsins og voru þeir til sýnis, ásamt gömlum íþróttabúningum og öðru er tengist sögu félagsins. Síðan var drukkið hátíðarkaffi. Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður að Hótel Sögu. Auk Valsmanna var til hans boðið fulltrúum frá öðrum íþróttafélögum, sérsambönd- um, ríki og borg og frá systurfélögum Vals — þ.e. KFUM og Karlakórnum Þröstum. Hátt á þriðja hundrað manns mættu á hátíðina. Veislustjóri var Friðrik Sophusson og fórst honum það afskap- lega vel úr hendi. Margir færðu félaginu gjafir í tilefni afmælisins og er það mál manna að veislan hafi tekist með ein- dæmum vel. I ágústmánuði heimsótti hópur Vals- manna úr 4. og 5. flokki Vatnaskóg til að styrkja þau bönd sem eru rnilli Vals og KFUM. Lagt var af stað eftir hádegi og hófst dagskráin upp frá því með því að keppt var í fótbolta. Milli leikja fóru menn í skoðunarferðir um svæðið og síð- an voru grillaðar pylsur og hamborgarar og að sjálfsögðu endaði svo dagurinn á kvöldvöku. Komið var síðan heim klukk- an 22.30. Var þessi ferð þeirn ógleyman- leg sem hana fóru. FÉLAGSMENN HEIÐRAÐIR FYRIR VEL UNNIN STÖRF Tveir félagsmenn hafa verið tilnefndir sem heiðursfélagar Vals á þessu ári. Þeir eru Jóhannes Bergsteinsson og Jón Ei- ríksson. Auk þeirra eru Úlfar Þórðarson og Sigurður Ólafsson heiðursfélagar Vals. Valsorðuna, æðstu heiðursveitingu fé- lagsins fyrir óbreytta félagsmenn, hlutu á árinu þeir Bjarni Bjarnason, Bergur Guðnason, Pétur Sveinbjarnarson, Sig- urður Lárus Hólm og Þórður Sigurðsson. Gullmerki félagsins hlutu 35 félags- menn og silfurmerki hlutu 70 félags- menn. FRAMKVÆMDIR Á FÉLAGSSVÆÐI Á þessu ári var lokið við frágang á útisvæði, s.s. gangstétta- og torflagningu Séra Friðriks-kapella ásamt styttu af æskulýðsleiðtoganum. og gerð girðinga. Er nú svo komið að fullyrða má að Valur geti státað af einu allra fegursta félagssvæði á íslandi og skulum við vera stolt af því. Varanleg áhorfendastúka við knatt- spyrnuvöllinn var reist á árinu. Kapella séra Friðriks var vígð á afmæl- isdegi hans 25. maí. í tengslum við vígsl- una var opnuð sýning á ljósmyndum og munum sem tengjast lífi og starfi séra Friðriks. Frágangur á nýju félagsheimili er enn- þá til umræðu í stjórninni og er verið að skoða tillögur fagmanna þar að lútandi. Tengist nýting á því húsnæði einnig því 6

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.