Valsblaðið - 01.05.1991, Page 10

Valsblaðið - 01.05.1991, Page 10
Texti: Ellen Ingvadóttur Myndir: Kristján Einarsson K onur verða að gera sig meira gildandi í stjórn- _ unarstörfum í íþróttun- um eftir að beinni þátt- töku þeirra lýkur,“ segir Hanna Katrín Friðriksen. Hún telur það allt of algengt að konur hverfi úr íþróttunum of fljótt og að félög þeirra njóti ekki reynslu þeirra og hæfni við uppbygginu ungliða. VAR HÁLFGERÐUR VILLINGUR Hanna Katrín Friðriksen er 27 ára Reykvíkingur sem hóf íþróttaiðkun á unga aldri og á að baki glæsilegan feril sem handboltakona. „Ég var um tíu ára gömul þegar vinkona mín dró mig á hand- boltaæfingu hjá ÍR.“ Hún brosir við end- urminninguna og segist hafa verið hálf- gerður villingur sem hafi notið þess að klifra í nýbyggingum í Breiðholtinu, ,.teikað“ bíla á veturna o.fl. „Við skulum ekki fara nánar út í þá sálma,“ segir hún glettnislega og við beinum tali okkar að handboltanum. „Ég vissi ósköp lítið um handboltann þegar ég kom á ntína fyrstu æfingu hjá ÍR. Petta var allt frekar framandi en mér var boðið að keppa daginn eftir og þá í þriðja flokki. Eitt leiddi af öðru og þegar ég var þrettán ára varð liðið mitt íslandsmeistari í flokknum og í öðru sæti í öðrum flokki. Petta var stórkostlegur tími því þarna var fyrsti titillinn kominn í höfn og hafði mjög hvetjandi áhrif á ntig." Hanna Katrín seg- ir að liðið hafi gengið upp í annan flokk árið eftir og þremur árum síðar, eða árið 1980, varð liðið Reykjavíkurmeistari, ís- landsmeistari og einnig íslandsmeistari úti. „Þegar hér var komið sögu var ég 16 ára gömul og það komst varla nokkuð annað að í lífinu en boltinn.“ Skyndilega hlær Hanna Katrín og rifjar upp að þegar hún og stöllur hennar urðu íslandsmeist- arar í þriðja flokki hafi hún verið að ferm- ast. „Auðvitað er ferntingin stórmál hjá manni en einhvern veginn var það svo að hugurinn snerist mest um boltann og um- ræðan þar af leiðandi mest um hann og leikfléttur. Ég minnist þess að prestur- inn, sem fermdi mig, var oft ekki par ánægður með frammistöðu handbolta- stúlkunnar við fermingarundirbúning- inn.“ BEINT í VAL Árið 1984 dreifast stúlkurnar úr ÍR handboltaliðinu, sem þá var komið í fyrstu deild og hafði meðal annars orðið bikarmeistari, í önnur lið. Hanna Katrín fer fljótt yfir sögu en segir ástæðu þessa hafa verið þá að starfið innan félagsins hafi ekki verið nógu gott og í raun hafi Hanna Katrín Friðriksen starfar sem blaðamaður á Morgunblaðinu. handbolti kvenna nánast lagst niður. „Þróun sem þessi er alltaf frekar erfið. Ég var tvítug um þetta leyti og leið mín lá beint í Val. Þar var tekið vel á móti mér og ég hóf að spila með meistaraflokki félagsins þar sem ég hef verið síðan.“ — Hanna Katrín segist ekki geta dæmt um það sjálf hvort hún sé keppnis- manneskja en segir að hún sé fyrst og fremst sóknarmanneskja. Hún erörvhent og leikur á hægri kanti. „Heyrðu annars, bætir hún við. „Auðvitað er ég keppnis- ntanneskja, ég væri ekki í þessu annars. Spurningin er hins vegar hvort ég sé mikil keppnismanneskja. Það veit ég ekki en viðurkenni samt að ég á erfitt með að taka tapi og hef jafnvel átt það til að grenja mig í svefn þegar þannig stendur á.“ — Valur hefur ekki unnið titil í kvennahandboltanum síðan 1988. Hvernig stendur á því? „Það er aðeins ein skýring á því,“ segir hún. „Stjórn handknattleiksdeildarinnar, á því tímabili sem ég kom inn og þar til fyrir þremur árum eða svo, lét sig yngri flokka kvenna í deildinni engu skipta. Eðlilega lognaðist starfið þar nánast út af og félagið skilaði engum ungum og efni- legum stelpum upp á þessum árum. Þar við bætist að margar stelpur hættu snemma hjá okkur vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og tel ég að við höfum verið rnjög óheppin hvað þetta varðar. Síðan var alltaf verið að klóra í bakkann með því að fá stelpur utan að á elleftu stundu.“ Hanna segir að þetta hafi haft slæm áhrif á liðsheildina. „Ég tel mig vera mjög harða Valskonu og það gildir einnig um stelpurnar, sem komu með mér úr ÍR, t.d. þær Kristínu Arnþórsdóttur, Ástu Sveinsdóttur o.fl. Þegar smalað er saman fólki úr ólíkum áttum og öðrum liðum hlýtur það að skapa vandamál og mér fannst vanta vissan anda, þennan sanna góða Valsanda, í liðið á þessum tíma.“ Við ræðum urn stund um ungliðastarf í íþróttum og hve nauðsynlegt sé að vinna jöfnurn höndum að undirbúningi ungs fólks að áframhaldandi keppni. „Því mið- ur var ekkert slíkt uppeldi í gangi hjá kvennahandboltanum á tímabilinu sem ég nefndi,“ segir Katrín, „en það breyttist svo með tilkomu nýrrar stjórnar í hand- knattleiksdeildinni. Áherslur breyttust og nú er myndarlegur ungliðahópur hjá okkur. Gallinn er bara sá að stelpurnar eru svo ungar, reyndar aðeins um ferm- 10

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.