Valsblaðið - 01.05.1991, Side 13

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 13
Meistaraflokkur kvenna í handknattleik 1991-1992. Aftari röð frá vinstri; Elías Jónasson, þjálfari, Una Steinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksen, Lilja Sturludóttir, Berglind Ómarsdóttir, Sólný Pálsdóttir, Camilla, Hlín Adolfsdóttir, Díana Pálsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Hrefna Ingólfsdóttir, Arna Garðarsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir, Arnheiður Hreggviðsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Hulda Hermannsdóttir, Árný Bergsdóttir. KVENNA- OG KARLASTJÓRN? f stjórn handknattleikdsdeildarinnar eru nú tvær konur og níu karlmenn. Hanna Katrín er önnur þessara kvenna og segir að hún geti litið í eigin barm hvað það varðar að sækja ekki fundi nógu vel. — Finnst þér að fleiri konur ættu að sitja í stjórn deildarinnar? „Því ekki það,“ svarar hún um hæl. „Hins vegar gæti verið gaman að velta fyrir sér þeim möguleika að í handknatt- leiksdeildinni væru tvær stjórnir, ein hjá kvennaboltanum og hin hjá karlaboltan- um. Þá getur maður spurt sjálfan sig hvort hægt væri að manna slíka kvenna- stjórn og ég held að svarið við því sé já. Hvort það sé rétt að taka slíkt skref veit ég hins vegar ekki." Hanna Katrín nefnir aftur breytt andrúmsloft í deildinni og vísar oft í samtali okkar til hugsjóna íþróttamanna almennt. „Eg er næstum viss um að ef til greina kæmi kvennastjórn í handboltanum væri hægt að ná saman hressum stelpum með bolta- og rekstrar- þekkingu. Við erum í meðbyr og þá er auðveldara að fá fólk til starfa en ella og auðveldara að snúa þeirri þróun við að stelpur, sem hætta, hverfi alveg frá félag- inu. Við verðum að hætta að vorkenna okkur og fara að vinna að eigin málum. Við getum ekki ætlast til að strákarnir sjái um allt. Annars vil ég undirstrika það að ég er mjög ánægð með núverandi stjórn deildarinnar og tel að mikið uppbygging- arstarf hafi verið unnið. Ég er búin að vera í stjórninni í tæp tvö ár og tek hatt minn ofan fyrir strákunum, sem þar eru, vegna þess að þeir vinna mikið og óeig- ingjarnt starf.“ — Að lokum biðjum við Hönnu Kat- rínu um skilaboð til afmælisbarnsins Vals sem hefur vaxið og dafnað í hvorki meira né minna en áttatíu ár. „Það gerist margt á svo löngum tíma,“ segir hún. „Á tímamótum er gjarnan litið yfir farinn veg og mín skilaboð eru óskir um velfarnað og að við látum lægðina í kvennaboltanum fyrir þremur árum verða okkur víti til varnaðar og látum slíkt ekki gerast aftur. Valur er allt of mikið stórveldi í íslenskum íþróttum til að slíkt megi gerast. Framtíðin í kvenna- handboltanum er björt, við höfum góða þjálfara í öllum flokkum, aðstaðan til æf- inga er góð og andinn jákvæður. Leiðin getur aðeins legið upp á við.“ 13

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.