Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 14

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 14
SAGA VALS SÍÐUSTU TÍU ÁRIN, 1982-1991 Þróunin að Hlíðarenda — uPPbygging fél- agsins og tíma- mótaatburðir Texti: Þorgrímur Þráinsson A áttatíu ára afmælisári Vals 1991 er rétt að líta yfir farinn veg og stikla á stóru urn sögu félagsins síðasta áratuginn. Árið 1981 kom út vegleg bók, Valur vængjum þöndum, sem fjallar nokkuð ítarlega um sögu félagsins til þess árs en í þessu af- mælisriti er síðasti áratugur til umfjöllun- ar. Jón G. Zoéga, formaður Vals, segir frá tildrögum þess að ráðist var í byggingu stóra íþróttahússins en stuðst er við Vals- blöð frá 1982-’90 hvað varðar umfjöllun um uppbyggingu félagsins að Hlíðarenda að öðru leyti og tímamótaatburði. „Það sem hefur fallið niður en þarf að vera fyrir hendi eru tildrög þess að ráðist var í byggingu nýs íþróttahúss,“ segir Jón G. Zoéga sem var formaður knattspyrnu- deildar Vals þegar framkvæmdir við nýja íþróttahúsið hófust. „Það var stjórn knattspyrnudeildar Vals 1980 sem átti hugmyndina að því að byggja nýtt íþróttahús. Við vorum í verulegum vand- Jón Gunnar Zoéga, formaður Vals. „Vá! Eigum við þennan?“ Valsstúlkur í 5. flokki A-liða með sigurlaunin í Gull- og silfurmótinu 1991. ræðum með vetraræfingar knattspyrnu- manna innanhúss því þeir voru látnir sitja á hakanum af skiljanlegum ástæðum við nýtingu eina íþróttahúss félagsins. Hand- boltinn og körfuboltinn eru inniíþróttir og þess vegna áttu þessar greinar flesta tíma í húsinu. Engin áform voru uppi hjá aðalstjórn félagsins og ekkert í gangi sem benti til þess að íþróttahús yrði reist á næstu árum. Við í stjórn knattspyrnu- deildar fórum þá að velta fyrir okkur möguleikum á því að koma okkur upp aðstöðu fyrir knattspyrnumenn á þann hátt að þeir gætu sparkað innanhúss þótt ekki væri um glæsilegt íþróttahús að ræða. Fyrst beindust sjónir manna að flugskýlunum sem voru í næsta nágrenni við Hlíðarenda. Eftir frumkönnun kom í ljós að við fengum ekki inni í neinu flug- skýli. Þá beindust augu manna að því að kaupa stóran bragga af varnarliðinu og reisa hann á Hlíðarenda. Á sama tíma var ljóst að sýningarskáli, sem hafði verið nokkur ár við Laugardalshöllinni og var í eigu Kaupstefnunar hf., var til sölu. Við ákváðum að ganga til samstarfs við Kaup- stefnuna um kaup á skemmunni sem var óeinangruð og súlulaus. Knattspyrnudeildin keypti skemmuna fyrir sinn eigin reikning — lét rífa hana í Laugardalnum og flytja hana að Hlíðar- enda. í stjórn knattspyrnudeildar á þess- um tíma var Þorvaldur Mawby, sem var framkvæmdastjóri eins stærsta bygginga- félags landsins, Byggung hf., og hafði hann gríðarlega þekkingu á byggingamál- Sigurkoss Valsgutta eftir glæsilegan sigur 6. flokks á Shell-mótinu í Vestmannaeyj- um. um og góð sambönd sem nýttust knatt- spyrnudeildinni. Fyrstu áform voru þau að steypa sökkul og reisa skemmuna á hann. Við komust að því að það kostaði lítið meira að hafa sökkulinn 2-3 metra upp úr jörðinni í stað þess að hafa hann við jörð. Væri skemman síðan sett á slík- an sökkul væri komið stórt og fyrirtaks íþróttahús. Knattspyrnudeildin réðst í það að grafa grunn, steypa sökkulinn og reisa skemmuna ofan á hann. Við þessar framkvæmdir þurfti að færa gamla maiar- völlinn, sem snéri frá austri til vesturs, á þann hátt að hann snéri frá norðri til suð- urs eftir framkvæmdirnar. Allt þetta ann- aðist knattspyrnudeild félagsins og um- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.