Valsblaðið - 01.05.1991, Page 14

Valsblaðið - 01.05.1991, Page 14
SAGA VALS SÍÐUSTU TÍU ÁRIN, 1982-1991 Þróunin að Hlíðarenda — uPPbygging fél- agsins og tíma- mótaatburðir Texti: Þorgrímur Þráinsson A áttatíu ára afmælisári Vals 1991 er rétt að líta yfir farinn veg og stikla á stóru urn sögu félagsins síðasta áratuginn. Árið 1981 kom út vegleg bók, Valur vængjum þöndum, sem fjallar nokkuð ítarlega um sögu félagsins til þess árs en í þessu af- mælisriti er síðasti áratugur til umfjöllun- ar. Jón G. Zoéga, formaður Vals, segir frá tildrögum þess að ráðist var í byggingu stóra íþróttahússins en stuðst er við Vals- blöð frá 1982-’90 hvað varðar umfjöllun um uppbyggingu félagsins að Hlíðarenda að öðru leyti og tímamótaatburði. „Það sem hefur fallið niður en þarf að vera fyrir hendi eru tildrög þess að ráðist var í byggingu nýs íþróttahúss,“ segir Jón G. Zoéga sem var formaður knattspyrnu- deildar Vals þegar framkvæmdir við nýja íþróttahúsið hófust. „Það var stjórn knattspyrnudeildar Vals 1980 sem átti hugmyndina að því að byggja nýtt íþróttahús. Við vorum í verulegum vand- Jón Gunnar Zoéga, formaður Vals. „Vá! Eigum við þennan?“ Valsstúlkur í 5. flokki A-liða með sigurlaunin í Gull- og silfurmótinu 1991. ræðum með vetraræfingar knattspyrnu- manna innanhúss því þeir voru látnir sitja á hakanum af skiljanlegum ástæðum við nýtingu eina íþróttahúss félagsins. Hand- boltinn og körfuboltinn eru inniíþróttir og þess vegna áttu þessar greinar flesta tíma í húsinu. Engin áform voru uppi hjá aðalstjórn félagsins og ekkert í gangi sem benti til þess að íþróttahús yrði reist á næstu árum. Við í stjórn knattspyrnu- deildar fórum þá að velta fyrir okkur möguleikum á því að koma okkur upp aðstöðu fyrir knattspyrnumenn á þann hátt að þeir gætu sparkað innanhúss þótt ekki væri um glæsilegt íþróttahús að ræða. Fyrst beindust sjónir manna að flugskýlunum sem voru í næsta nágrenni við Hlíðarenda. Eftir frumkönnun kom í ljós að við fengum ekki inni í neinu flug- skýli. Þá beindust augu manna að því að kaupa stóran bragga af varnarliðinu og reisa hann á Hlíðarenda. Á sama tíma var ljóst að sýningarskáli, sem hafði verið nokkur ár við Laugardalshöllinni og var í eigu Kaupstefnunar hf., var til sölu. Við ákváðum að ganga til samstarfs við Kaup- stefnuna um kaup á skemmunni sem var óeinangruð og súlulaus. Knattspyrnudeildin keypti skemmuna fyrir sinn eigin reikning — lét rífa hana í Laugardalnum og flytja hana að Hlíðar- enda. í stjórn knattspyrnudeildar á þess- um tíma var Þorvaldur Mawby, sem var framkvæmdastjóri eins stærsta bygginga- félags landsins, Byggung hf., og hafði hann gríðarlega þekkingu á byggingamál- Sigurkoss Valsgutta eftir glæsilegan sigur 6. flokks á Shell-mótinu í Vestmannaeyj- um. um og góð sambönd sem nýttust knatt- spyrnudeildinni. Fyrstu áform voru þau að steypa sökkul og reisa skemmuna á hann. Við komust að því að það kostaði lítið meira að hafa sökkulinn 2-3 metra upp úr jörðinni í stað þess að hafa hann við jörð. Væri skemman síðan sett á slík- an sökkul væri komið stórt og fyrirtaks íþróttahús. Knattspyrnudeildin réðst í það að grafa grunn, steypa sökkulinn og reisa skemmuna ofan á hann. Við þessar framkvæmdir þurfti að færa gamla maiar- völlinn, sem snéri frá austri til vesturs, á þann hátt að hann snéri frá norðri til suð- urs eftir framkvæmdirnar. Allt þetta ann- aðist knattspyrnudeild félagsins og um- 14

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.