Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 20

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 20
ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR VALS 1991 ÓLÁNIÐ ELTI VALSLIÐIÐ íslandsmeistarar Vals í 8. flokki í körfubolta árið 1990. Á aðalfundi félagsins í apríl síðastliðn- um var Lárus Blöndal kosinn formaður körfuknattleiksdeildar Vals og tók hann við af Jóni Steingrímssyni, sem gegnt hafði formennsku í tvö ár. Á aðalfundi deildarinnar í maí síðastliðnum voru eft- irtalir menn kjörnir í stjórn: Hörður Gunnarsson, varaformaður Óttar Svavarsson, ritari Sigurður Haraldsson, gjaldkeri Einar Ólafsson Björn Zoéga Rögnvaldur Hreiðarsson MEISTARAFLOKKUR Árangur meistaraflokks á liðnu keppn- istímabili olli nokkrum vonbrigðum. Menn höfðu bundið nokkrar vonir við liðið, ekki síst vegna þess að Magnús Matthíasson var kominn heim frá námi í Bandaríkjunum — en hann er einn al- besti leikmaður landsins. Ráðinn var þjálfari, Vladimir Obukow, sem hefur þjálfað bæði landslið og unglingalandslið Sovétríkjanna. Bandaríski leikmaðurinn David Grisson var ráðinn til að spila með liðinu en skemmst er frá því að segja að ólánið elti Valsliðið. Mikið var um meiðsli meðal leikmanna og spiluðu því flestir undir getu. Petta leiddi til þess að Valsmenn komust ekki í úrslitakeppnina annað árið í röð. Það var þó nokkur sárabót að Magnús Matthíasson var kjörinn besti leikmaður- inn í úrvalsdeildinni og jafnframt besti nýliðinn í deildinni. Báðir titlarnir voru verðskuldaðir. Lárus Blöndal, formaður körfuknatt- leiksdeildar Vals. Valsliðið hefur styrkst nokkuð fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Tómas Holton er kominn aftur í raðir Vals- manna eftir tveggja ára dvöl í Ungverja- landi og hefur tekið að sér að þjálfa meist- araflokk í vetur. Hann var einn besti leik- maður Vals áður en hann fór utan og er það mikið lán að hann skuli nú spila á ný með Val. Bandaríski leikmaðurinn, Frank Booker, var ráðinn til að spila með liðinu en hann spilaði áður með IR og varð einn stigahæsti leikmaður úrvals- deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Veturinn fór vel af stað og unnu Vals- menn Reykjavíkurmótið. Er það gleði- efni að geta fært bikar heim að Hlíðar- enda á afmælisárinu. Valsliðinu er spáð ágætu gengi á íslandsmótinu og bikar- keppninni. UN GLIN G AST ARFIÐ Unglingastarf deildarinnar hefur geng- ið ágætlega undanfarin ár. Reynt hefur verið að ráða hæfa þjálfara fyrir yngri flokka félagsins og hefur það tekist með ágætum. Aðbúnaður yngri flokkanna er góður. Fyrir síðasta keppnistímabil var Sigvaldi Ingimundarson ráðinn þjálfari fyrir báða minni-bolta flokkana og 7. flokk. David Grisson þjálfaði 8.- og 9. flokk, Svali Björgvinsson 10. flokk og loks þjálfaði Vladimir Obukow drengja- og unglingaflokk. Unglingaflokkarnir unnu fjóra titla á Reykjavíkurmótinu og á Islandsmótinu Magnús Matthíasson, einn besti körfu- boltamaður landsins. náði 10. flokkur lengst af flokkum Vals og lenti í öðru sæti. Fyrir yfirstandandi keppnistímabil var Sigvaldi endurráðinn til að þjálfa báða minni-bolta flokkana og Ari Gunnarsson er þjálfari 7,- og 8. flokks. Tómas Holton þjálfar 9.-, 10. flokk og unglingaflokkinn, jafnframt því sem hann þjálfar meistaraflokk. Frank Booker þjálfar drengjaflokkinn. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.