Valsblaðið - 01.05.1991, Side 21
Þegar þetta er skrifað hefur 8. flokkur
þegar unnið Reykjavíkurmótið í sínum
flokki en Reykjavíkurmótinu er ekki lok-
ið hjá öðrum flokkum. Yngri flokkum
Vals hefur þó gengið vel það sem af er
mótinu og má búast við nokkrum titlum í
vetur.
Stofnaður hefur verið stúlknaflokkur í
körfuknattleiksdeild Vals. Það eru
nokkrar ungar Valsstúlkur á aldrinum 12
til 16 ára sem mynda kjarnann í þessum
nýja flokki og hefur starfið farið vel af
stað. Stúlkur hafa ekki getað stundað
körfuknattleik hjá Val fram til þessa og
var löngu orðið tímabært að stofna
stúlknaflokk.
Anna Björg Bjarnadóttir hefur verið
ráðin til þess að þjálfa stúlkurnar í vetur
og hefur þessu framtaki körfuknattleiks-
deildar Vals verið fagnað. Anna Björg
spilar með kvennalandsliðinu í körfu-
knattleik.
ANNAÐ
Ymis verkefni hefur deildin unnið fyrir
utan þjálfun keppnisflokka. Fyrst má
telja Nike-mótið, sem haldið var í sam-
vinnu við Austurbakka hf., fyrir grunn-
skóladrengi á höfuðborgarsvæðinu. í vor
tóku um það bil 30 strákar þátt í mótinu.
Að venju var mótið undir öruggri stjórn
þeirra Harðar Gunnarssonar og Sigvalda
Ingimundarsonar.
Frank Booker, erlendi leikmaðurinn hjá
Val.
Árleg firmakeppni var haldin og henni
stjórnaði Rögnvaldur Hreiðarsson.
Tókst honum vel upp og mæltist mótið
svo vel fyrir að það stendur til að halda
aðra firmakeppni á vetrinum. Leikið var í
riðlum og síðan var úrslitakeppni. Sökk-
ull hf. vann spennandi úrslitaleik við lög-
menn Haraldar Blöndal.
Afmælismót Vals í körfuknattleik var
Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals 1991.
Fyrir aftan eru Björn Zoega (t.v.) og
Rögnvaldur Hreiðarsson. Sitjandi frá
vinstri: Hörður Gunnarsson, varafor-
maður, Lárus Blöndal, formaður, Sig-
urður Haraldsson, gjaldkeri. Á myndina
vantar Einar Ólafsson og Óttar Sveins-
son.
haldið helgina 30. ágúst til 1. september
og tóku átta úrvalsdeildarlið þátt í mót-
inu. Þetta var sterkt mót og fyrsta alvöru
mót vetrarins. Fjöldi fólks kom að Hlíð-
arenda þessa helgi og fylgdist með fjörug-
um körfubolta. Keflvíkingar sigruðu á
mótinu eftir framlengdan leik við Njarð-
víkinga. Valsmenn lentu í 3. sæti.
Eins og sjá má hefur starf körfuknatt-
leiksdeildarinnar verið fjölbreytt og
þróttmikið. Starfið hefur farið vel af stað
og gera menn sér vonir um gott gengi
Vals á körfuknattleiksvellinum í vetur.
Fyrir hönd stjórnar
körfuknattleiksdeildar Vals,
Lárus Blöndal
Einar Ólafsson í leik með Val.
21