Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 26

Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 26
5. flokkur Vals ásamt Friðriki Sparisjóðsstjóra á Dalvík. í VITLAUSUM SVEFNPOKA! 5. flokkur karla í knattspyrnu á ferð um Norðurland Egill Arnarsson í morgunteygjum. Við hefjum frásögnina á fögrum sumar- morgni miðvikudaginn 3.júlí 1991. Á Valssvæðinu var samankominn fönguleg- ur hópur skipaður þrjátíu og tveimur leik- mönnum og vel mannaðri fararstjórn. Ástæða þessa mannfagnaðar var sú að 5. flokkur karla í knattspyrnu var að leggja upp í ferðalag. Ferðinni var heitið norður til Akureyrar til þáttöku í Esso-móti þeirra norðanmanna og síðan skyldu fleiri staðir heimsóttir og skoðaðir. Á einhverri æfingunni stuttu áður en lagt var af stað hafði undirritaður asnast til að segja að enginn færi norður að spila fótbolta og sjá allar sætu stelpurnar nema að láta snoðklippa sig. Og viti menn sex strákar mættu með stuttbuxur og skó, sokka og peysur og afskaplega lítið hár. Óneitanlega varð ég upp með mér að sjá að einhver færi eftir því sem ég segði en síðar í ferðinni átti ég eftir að sjá svolítið eftir þessu en nóg um það að sinni. Ferðin til höfuðstaðar Norðurlands gekk vel og greiðlega og náðum við í tæka tíð í kvöldhressinguna í Lundaskóla þar sem gist var meðan á mótinu stóð. Við komum öllum okkar pinklum fyrir í huggulegri skólastofu áður en setningar- hátíð hófst þar sem meðal annars ungar þokkadísir sýndu leikfimi við mikla hrifn- ingu sunnlenskra aðdáenda. Spenningur- inn í hópnum var mikill og því tók það langan tíma að koma liðinu í háttinn fyrsta kvöldið. Ekki bætti það úr skák að hitinn var ógurlegur og fór vaxandi eftir því sem á leið. ÁRANGUR LIÐSINS Mótið stóð yfir í þrjá daga. Keppt var í liðum A, B og C. Til að gera langa sögu stutta náði B-liðið bestum árangri og hafnaði í fimmta sæti af tuttugu liðum. B-liðið tapaði fyrsta leiknum gegn gest- gjöfum KA 0-1 en sigraði svo í þeitn tíu leikjum sem liðið lék til viðbótar í ferð- inni, ekki slæmt það. A-liðið hafði ekki heppnina með sér, lenti í tólfta sæti eftir að hafa endað í efsta sæti í sínum riðli ásamt tveinrur öðrum liðum en haft óhag- stæðari markatölu. Svipaða sögu er að segja af C-liðinu. Pað hafnaði í tíunda sæti en tapaði samt ekki nema einum leik af sex. Það sem hins vegar skipti mestu máli var að strákarnir fengu hrós frá þjálf- urum annarra liða fyrir að leika skemmti- lega knattspyrnu. Eins og áður sagði var heitt á Akureyri þessa daga. I raun var einmuna veður- blíða og þá kemur að því sem ég minntist á áður um snoðklippingu sexmenning- anna. Eins og í suðrænum löndum þurfti að gera ráðstafanir yfir heitasta tíma dagsins og hjá okkur báru strákarnir höf- uðfatnað til að brenna ekki á skallanum. í lok hvers dags voru það þreyttir og ánægðir knattspyrnumenn sem lögðust til svefns og söfnuðu orku fyrir átök næsta dags. Eina nóttina var mjög heitt í her- bergjunum þrátt fyrir að allar hurðir stæðu opnar og fararstjórar gengju um veifandi handklæðum í allar áttir. Einn ónefndur leikmaður þurfti á miðri nóttu fram á snyrtinguna að pissa. Á leiðinni til baka misreiknaði hann sig eilítið og fór í stofuna við hliðina á okkar þar sem Kefl- víkingar héldu til. I mestu makindum gekk hann út í „sitt“ liorn og tók svefn- pokann af næsta manni og hélt áfram að hvílast. Það var svo undir morgunn að drengurinn vaknaði á undan öðrum, átt- aði sig á hinu ókunnuga umhverfi en þótti það lítið mál, skilaði svenpokanum til þess sem svaf í keng við hliðina á honum og hélt í næstu stofu. Þetta atvik skýrir kannski andann á svona móti. Þótt kapp- ið sé mikið innanvallar og leikmönnum oft heitt í hamsi eru allir bræður utanvall- ar. Lokahóf mótsins fór fram í íþróttahöll- inni og komu þar fram landsfrægir skemmtikraftar eins og Spaugstofan og þjálfarar liðanna! Ekki má segja skilið við dvölina á Ak- ureyri án þess að minnast á stjörnuleik- inn. Þar áttust við úrvalslið leikmanna 5. flokks Vals og snillingarnir úr fararstjórn- inni. Leiknum lyktaði með 6-6 jafntefli eftir framlengingu. Nóg um það! HALDIÐ TIL DALVÍKUR Á sunnudagsmorgninum þann 7. júlí kvöddum við höfuðstaðinn og heilsuðum Dalvík. Þar voru leiknir nokkrir leikir og að þeim loknum þáðar pylsur af grilli og stuttermabolir i boði sparisjóðsstjórans á staðnum sem er annálaður fyrir að vera höfðingi heim að sækja. Strákunum þótti 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.