Valsblaðið - 01.05.1991, Side 30

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 30
Guðrún í góðum félagsskap gamalla Valsbúninga. „MER FINNST GOTT AÐ GRÍPA í GÓÐA BÓK“ Á ferðalagi með landsliðinu sem hver annar farangur — eða hvað? Almenningsálit og umfjöllun um kvennknattspyrnuna hefur breyst tölu- vert frá því að ég byrjaði að leika í 1. deild fyrir 8 árum. Þá var kvennaknattspyrn- unni mjög lítill gaumur gefinn og tel ég því þá þróun sem átt hefur sér stað af hinu góða.“ — Er mikil áhorfendasókn á leiki ykk- ar? „Nei, það væri synd að segja að það sé vel mætt á leiki hjá okkur, ef frá eru taldir stórleikir, svo sem úrslitaleikir. Það er hins vegar gaman að fylgjast með því sem á sér stað úti á landi en þar sameinast bæjarbúar oft um kvennaknattspyrnuna og styðja vel við bakið á sínum félögum. Þegar við lékum t.d. á Akranesi og Nes- kaupstað síðastliðið sumar voru á milli tvö- og þrjúhundruð manns á leikjunum, m.a.s. þó svo að selt væri inn á leikina. Það gengur hins vegar ekki að selja inn á leiki hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu.“ — Hrindir það áhorfendum frá að þurfa að borga inn á leiki hjá ykkur? „Ég hugsa að þeim fáu áhorfendum sem mæta á leikina hjá okkur myndi ör- ugglega fækka ef þeim yrði gert að borga aðgangseyri.“ — Telurðu íslenska kvennaknatt- spyrnu vera á réttri leið? „Já, það held ég tvímælalaust. Núna er t.d. verið að koma af stað kvennalands- liði að nýju, en það hefur legið niðri frá því 1987. Þar er stefnt að því að taka þátt í Evrópukeppni landsliða, sem fram fer næsta vor. Þetta tel ég bera vott þess að kvennaknattspyrnan sé á uppleið hér á landi. Ég er þó ekkert viss um knattspyrnan sem slík hafi batnað mikið, þó að eflaust hafi hún eitthvað lagast. Það sem er þó breytt er að nú eru mun fleiri frambæri- legir leikmenn heldur en áður.“ — Sérðu mikinn efnivið í yngri flokk- um Vals í kvennafótboltanum? „Ég hef nú ekki fylgst það náið með því sem þar er að gerast að ég sé dómbær á það. Ég veit þó að iðkendunum og flokk- unum hefur fjölgað og mun meira aðhald er að uppbyggingarstarfinu núna en áður hefur verið, þannig að það hlýtur að eiga eftir að skila sér einhvern tímann í góðum fótboltastelpum." — Hefurðu hugsað þér að halda lengi áfram í fótboltanum? „Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hef ekkert verið að leggja nákvæmar línur fyrir komandi ár og t.d. ákveðið að 27 ára skuli égsegja skilið við fótboltann. Það er svo margt sem getur spilað inn í það hversu lengi maður heldur áfram svo sem meiðsli og fleira í þeim dúr. Ég hef þó gaman af því að vera í þessu eins og er og er ekkert á þeim buxunum að hætta. Núna situr að vísu þreyta í manni eftir nýafstaðið keppnistímabil, en ég held að sú þreyta fari lönd og leið þegar fer að vora að nýju.“ — Hvað gerirðu utan fótboltans? „Það fer megnið af mínum tíma í skól- ann. Það fylgir því mikil vinna að vera í Háskólanum, þannig að á veturna sit ég flestum stundum við lestur námsbóka.“ — Hvað með áhugamál utan fótbolt- ans? „Það má eiginlega segja að skólinn sé mitt aðaláhugamál. Einnig hef ég mjög gaman af því að fara í ferðalög, borða góðan mat og drekka góð vín og ég hlusta töluvert á tónlist. — Hvernig slappa ég best af? „Ætli það sé ekki með mig eins og 30

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.