Valsblaðið - 01.05.1991, Side 36

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 36
ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR VALS 1991 ERFIÐ FJÁRHAGSSTAÐA Starf knattspyrnudeildar Vals í ár hef- ur verið mjög fjölbreytt að vanda — margir sætir sigrar hafa unnist en einnig súr töp. Rekstur knattspyrnudeildar krefst gífulegrar sjálfboðavinnu og ósér- hlífni stjórnarmanna ásamt fjölda stuðn- ingsmanna deildarinnar. í ár hefur rekst- ur knattspyrnudeildar Vals markast af mjög erfiðri fjárhagsstöðu vegna mikils taprekstrar undanfarin ár. Það var þegar ljóst, þegar núverandi stjórn tók við í mars síðastliðinum, að grípa þyrfti til al- gjörra neyðarráðstafana til þess að bjarga deildinni frá verulegum skakkaföllum. Markmið stjórnarinnar var þríþætt: í fyrsta lagi að stöðva frekari skuldasöfn- un, í öðru lagi að skuldbreyta hluta lána í langtímalán og í þriðja lagi að gera stór- átak í öflun nýrra tekna. Þessum mark- miðum hefur að mestu leyti verið náð. Þó er það ljóst að búast má við að það taki a.m.k. 4-5 ár fyrir deildina að vinna sig út úr þeim vanda sem nú blasir við. Heildarárangur sumarsins var heldur lakari en búist var við. Hæst ber að sjálf- sögðu bikarmeistaratitill meistaraflokks karla, annað árið í röð. Valsmaðurinn, Ingi Björn Albertsson, stýrði liðinu til sigurs annað árið í röð á glæsilegan hátt. Hann hefur verið endurrráðinn fyrir leik- tímabilið 1992. Auk bikarmeistaratitils- ins varð Valur Meistari meistaranna, lék til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitlinn og hafnaði í 4. sæti á íslandsmótinu. Þá lék liðið gegn Sion í Evrópukeppni bikar- hafa og féll naumlega úr keppni. Sion sigraði með einu marki gegn engu á Laug- ardalsvellinum en leikurinn í Sviss endaði Guðmundur Kjartnsson, formaður knattspyrnudeildar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals 1991: Aftari röð frá vinstri: Bjarni Jóhannesson, Sigur- jón Högnason, gjaldkeri, Úlfar Másson, formaður meistaraflokksráðs, Kjartan Gunn- arsson. Fremri röð frá vinstri: Hafsteinn Valsson, Þorsteinn Ólafsson, ritari, Guðmund- ur Kjartansson, formaður, Ólafur Már Sigurðsson, Brynjólfur Lárentsínusson, formað- ur unglingaráðs. Sævar Jónsson, fyrirliði Vals, hampar Mjólkurbikarnum 1991. með 1:1 jafntefli, eftir að Valur hafði haft forystu um langa hríð. Menn gengu hnípnir af velli því liðið var ekki langt frá því að komast í 2. umferð. í síðustu fjögur skiptin sem Valur hefur tekið þátt í Evrópukeppni hefur liðið fallið úr keppni með minnstum mun. Miklir erfiðleikar steðjuðu að 2. flokki félagsins. Flokkurinn var fámennur þar sem einn til tveir árgangar virðast hafa horfið úr félaginu. Kristinn Björnsson þjálfaði flokkinn og náði, að allra mati, það út úr honum sem hægt var. Kristinn var aðstoðarmaður Inga Björns og verður yfirþjálfari allra yngri flokka félagsins næsta sumar. I 3. flokki er einn sterkasti árgangur sem Valur hefur átt í langan tíma. Liðið komst í úrslitaleik íslandsmótsins en tap- aði naumlega fyrir KR. Það þurfti tvo leiki til þess að knýja fram úrslit. Vals- menn binda miklar vonir við þessa stráka í framtíðinni enda eru þeir meistara- flokksmenn framtíðarinnar. Liðið fór í mjög vel heppnaða ferð til Belgíu í haust og stóð sig þar með prýði. Þjálfari flokks- ins var Magnús Þorvaldsson. 4. flokkur lagði einnig land undir fót og tók þátt í stóru knattspyrnumóti í Gauta- borg. Ferðin heppnaðist mjög vel þrátt fyrir skakkaföll í upphafi ferðar. Strák- arnir stóðu sig vel í íslandsmótinu og komust í úrslitakeppnina. Þjálfari var Jó- hann Larsen. 5. flokkur átti á brattann að sækja í sumar. Flokkurinn sýndi þó miklar fram- farir undir öruggri leiðsögn Birgis Össur- arsonar. 6. flokkur var mjög sterkur í ár. Strák- arnir sigruðu á Shellmótinu í Vestmanna- eyjum, sem er óopinbert íslandsmót þessara drengja. Það er greinilegt að 36

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.