Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 46
GRÉTU SUMAR“ FERÐ VALSSTÚLKNA Á GOTHIA CUP DAGANA 13.-22. JÚLÍ 1991. Síðastliðinn vetur ákvað 2. flokkur Valskvenna að fara á Gothia-Cup mótið í þriðja sinn, sem haldið er í júlí ár hvert í Svíþjóð. Strax var hafist handa við undir- búning og gekk fjáröflunin ágætlega. M.a. seldum við hreinlætisvörur, rækjur, blóm og fengum bás í Kolaportinu og þar seldum við kökur og fleira. Tíminn leið fljótt og áður en varði rann brottfarardag- urinn upp. 13. JÚLÍ. Það var árla morguns þann 13. júlí að hópurinn hittist í Valsheimilinu, tilbúnar í slaginn. Fara átti á einkabílum suður í Leifsstöð og voru flestir foreldrar reiðu- búnir að keyra. Er á flugvöllinn var kom- ið var eftirvæntingin orðin mikil, sérstak- lega hjá þeim okkar sem ekki höfðum farið á mótið áður. í flugvélinni voru okk- ur samferða 4. flokkur karla í Val ásamt flokkum frá liðum Hauka og Gróttu. Ferðin út gekk vel og lentum við um há- degið í Gautaborg, en urðurn fyrir von- brigðum vegna mikillar úrkomu. Við gistum í sama skóla og hópurinn gerði í fyrra, Gautaborgarskóla sem er vel stað- settur, svo stutt var að fara í bæinn, tívolí- ið og fleira. í skólanum fengum við tvö herbergi og var annað notað undir far- angur en hitt var svefnstaðurinn. Við vor- um ekki lengi að korna okkur fyrir og fór mest allur dagurinn í búðarráp og mat- sölustaðir voru heimsóttir, því flestir voru orðnir svangir. Seinna um daginn streymdu keppendur á mótið víðsvegar að og kom hópur ísraela í skólann og gistu þeir á hæðinni fyrir ofan okkur. Formlega hófst mótið ekki fyrr en 15. júlí. 14 júlí. Við vöknuðum eldhressar og kátar um morguninn og var þetta einn af fáum dög- um í ferðinni sem við gátum sofið út. Þessi dagur fór eins og sá fyrri í búðarráp og skoðunarferðir í sólskini og góðu veðri. Um kvöldið dreif liðið sig í Lise- berg-tívolíið og skemmti sér alveg kon- unglega. Við fórum samt á skikkanlegum tíma í háttinn, því við áttum viðburðar- ríkan dag fyrir höndum. 15. júlí. Það var um kl.06:00 að morgunhaninn hún Brynja togaði okkur grútsyfjaðar úr svefnpokunum. Þó gekk misvel að vekja suma og voru Svala og Bergljót þar fremstar í flokki. Við náðum samt í mötu- neytið í tæka tíð og fengum þar ljúffengan morgunmat „eplagraut og kornflögur." Við fengum bleika miða til að komast í mat, tívolíið, á diskótek, í sporvagna svo eitthvað sé nefnt. Eftir matinn fórum við og klæddum okkur í búningana, því nú var komið að okkar fyrsta leik í mótinú. í vígahug örkuðum við á völlinn þar sem leikurinn átti að fara fram og vorum reiðubúnar að sýna hvað í okkur byggi. Það breyttist all snarlega þegar við sáum hvað sænsku stelpurnar voru stórar og miklar. Við reyndum þó að gera okkar besta og unnu þær okkur með tveggja marka mun. Þetta var ekki góð byrjun hjá okkur og héldum við því upp í skóla dapr- ar í bragði. Við hættum samt fljótt að hugsa um leikinn og skelltum okkur í Fimmuna sem er risastórt verslunarhús og enduðum svo á Mc’Donalds sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur þennan tíma. Um kvöldið fórum við svo á hina stór- kostlegu opnunarhátið á Ullevi leikvan- ginum. Strákarnir í Gróttu gengu inn á völlinn fyrir Islands hönd með víkinga- húfur og íslenka fána, á meðan ómaði hið góðkunna lag Stjórnarinnar „Eitt lag enn.“ Skemmtiatriðin vöktu mikla at- hygli og í lokin var flugeldasýning (sem sást varla vegna þess að það var svo bjart). 16. júlí. Við vöknuðum snemma og flýttum 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.