Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 49

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 49
18. júlí. Við vöknuðum snemma og vorum við ákveðnar í því að vinna leikinn sem við áttum að keppa þennan dag við banda- rískt lið í B-úrslitum. Það gekk að óskum er við unnum þær í vítaspyrnukeppni 3-1, og stóð Birna sig frábærilega vel í mark- inu. Svo héldum við glaðar heim í skóla til að skipta um föt og fara í bæinn. Þá kom upp það fyndnasta í ferðinni. Brynja far- arstjóri hafði ekki vitað að við ættum að keppa annan leik seinna þennan sama dag og þegar þetta uppgötvaðist áttum við að vera mættar á völlinn eftir klukku- stund en þá var allt liðið komið niður í bæ að versla. og upphósfst nú fótur og fit því hlaupa þurfti í bæinn að smala liðinu sam- an. Sumar voru t.d. í miðri máltíð á Mc’Donalds og þurfti sú máltíð að gjöra svo vel að bíða betri tíma. Það tókst þó í tæka tíð að koma okkur öllum saman á völlinn og lítill var tíminn til upphitunar. Við kepptum á móti sænsku liði í 4ra liða úrslitum og unnu þær okkur 3-0, en það var ekki skrítið því ekki er auðvelt að hlaupa með fullan maga af hamborgurum og frönskum. Okkur fannst þetta mjög leiðinlegt því við vorum vissar unt að ef aðstæður hefðu verið betri þá hefðum við jafnvel getað unnið þær. 19. júlí. Nú áttum við enga leiki eftir sam- kvæmt leikskrá, en Brynja reddaði æf- ingaleik fyrir B-liðið. Við lögðum snemma af stað á þann leik og vorum í rúman klukkutíma að ganga um milli leikvanga þar til við fundum þann rétta. Liðið sem við kepptum við var bandarískt A-lið og unnu þær okkur 3-1. Kolbrún „senter“ átti heiðurinn af okkar marki. Við áttum að keppa annan æfingaleik seinna um daginn en liðið mætti ekki (hafa líklega ekki þorað) og héldum við því aftur heim í skólann. Um kvöldið pökkuðum við niður, því við þurftum að skipta um skóla daginn eftir. 20. júlí. Við byrjuðum daginn á því að flytja okkur yfir í annan skóla sem var mikið stærri. Um daginn lágum við í sólbaði og vorum úti á skólalóð í körfu- og fótbolta. I þessum skóla voru auk okkar grískir og amerískir krakkar. Þetta kvöld var haldið í tívolí og diskótek og fengum við að koma inn aðeins seinna um kvöldið því við vorum hættar að keppa. 21. júlí. Þá var komið að síðasta deginum því halda skyldi heima næsta morgun. Því fóru allir í bæinn að ljúka við að versla og var líka farið í tívolíið, en við vorum búin að fara þangað svo oft að við hefðum getað ratað um garðinn blindandi. Eins og áður flaug tíminn áfram og notuðum við kvöldið vel, því við máttum vaka eins lengi og við vildum. Fórum á diskótek og kvöddum ísraelana og „þá grétu sumar"! Brosmildar „Valspæjur“ eftir sigur á bandarísku liði. Aftari röð f.v.: Helga Rut, Guðrún, Anna Rún og Jóna. Fremri röð f.v.: Úlla, Ella, Berglind, íris og Lovísa. 22. júlí. Nú rann brottfarardagurinn upp og pökkuðum við saman og fórum í rútu á flugvöllinn. Ekki var laust við tilhlökkun í liðinu að komast heim og sungum við hástöfum meðan við biðum eftir brottför vélarinnar. Við millilentum í Osló í klukkustund og héldum svo heim á Frón- ið. Þar var keypt mikið af nammi í frí- höfninni og voru foreldrar og aðrir að- stendendur mættir út á völl að taka á móti okkur. Þar kvöddumst við og voru allir sammála um að þessi ferð hefði verið alveg frábær og ógleymanleg í alla staði. Að lokum viljum við þakka Ingvari þjálfara, Brynju fararstjóra og liðstjórun- um Erlu og Þóru fyrir ógleymanlega og reynsluríka ferð. Einnig þökkum við Guðjóni Birgi fyrir frábæra skemmtun (alla brandarana og stuðið). an cotowíti m. VO-.tWN*87** »0» twutíl* Berglind (Skyldi hún hafa límt boltann á höfuðið?) „Og þá grétu sumar“! F.v.: Erla, Elísa- bet, Signý og Lovísa eftir að Israelarnir voru kvaddir. Brandarakallinn Guðjón Birgir og Erla liðsstjóri gæða sér á ís nieðan horft er á leik. 2. Flokkur kvenna. Gothia Cup 1991 Úrsiit leikja: VALUR - AIK 0-2 VALUR - DRÖBAK FROGN 0-0 VALUR - AK NORTH STAR 2-0 VALUR - STARS AND STRIPES 3-1 (B-ÚRSLIT) VALUR - LJUSNE AIK (4RA LIÐA ÚRLSIT) 0-3 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.