Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 51

Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 51
um ókomna framtíð og þarf því að kenna yngstu flokkunum og þjálfa þá. Því starfi skiluðu þjálfararnir vel af sér og náðu í íslandsmeistaratitil í B-flokki 6. flokks. Sigurður og Jón (stúka) ætla sér stóra hluti í ár og vonum við að þeir haldi áfram að vinna með yngstu kynslóðirnar næstu árin. 3. og 4. FLOKKUR kvenna undir stjórn Mikaels stóð sig með ágætum og náði meðal annars Reykjavíkurmeistara- titli ásamt því að vinna hið landsfræga Lego-mót. Stelpurnar stóðu sig vel á Partille-cup mótinu þótt sumar hafi hugs- að fullmikið um stráka. 5. FLOKKUR kvenna, undir leiðsögn Dags Sigurðarsonar, var mjög fjölmenn- ur og líflegur. Pað býr margt í stúlkum þess flokks og eigum við eftir að sjá kvennahandboltann í Val eflast á næstu árum. Leikmenn MEIST AR AFLO KKS KVENNA voru vægast sagt fullfáir á síð- asta keppnistímabili. Það hefur sem bet- ur fer breyst á þessu keppnistímabili — þökk sé Valla Veiðimanni sem fór á kvennaveiðar síðastliðið sumar og veiddi vel. Konurnar enduðu fyrir miðri deild síðasta keppnistímabil og komust í und- anúrslit í biícarnum — sem er í raun góður árangur miðað við fámennið á æfingum og þjálfaraskipti á miðju tímabili. Við í stjórninni erum alltaf bjartsýnir og með nýjum þjálfara og nýjum stelpum sjáum við fram á titil í ár — eða eftir tvö ár. MEISTARAFLOKKUR KARLA var sannkallaður gullmoli á síðasta keppnistímabili. Tímabilið byrjaði þó með falli úr Evrópukeppni bikarhafa gegn frændum okkar frá Noregi, Sande- fjord. Leikirnir voru mjög jafnir — við töpuðum úti en unnum á heimavelli. Tit- ilvörn okkar, sem bikarmeistarar, var heldur ekki eins og vonir stóðu til því FH-ingar slógu okkur út úr keppninni á heimavelli sínum. Það er leikur sem við Valsmenn viljum allir gleyma. íslands- mótið fór rólega af stað hjá Völsurunum en stígandinn í forkeppninni var jafn og þéttur. Víkingar, aðalkeppinautar Vals í fyrra, fóru af stað á fullu gasi og ætluðu að taka titilinn með látum. Flestir bjuggust reyndar við að þeir gerðu það. Víkingum tókst að vinna forkeppnina og hlaut aðeins einu sitgi meira en Valur. í úrslitakeppninni horfðu málin öðru- vísi við. Valsmenn voru hreint út sagt í ham og unnu alla leiki sína með miklum yfirburðum, nema þann síðasta. Þá voru þeir hvort sem er orðnir íslandsmeistar- ar. Valdimar Grímsson var markahæsti leikmaður mótsins og var kosinn leik- maður ársins af leikmönnum fyrstudeild- arliðanna. Sú útnefning kom okkur Vals- mönnum ekki á óvart. Meistaraflokkurinn skellti sér á fjög- urra liða mót í september síðastliðnum og vann það mót með fullu húsi stiga. I mót- inu léku meðal annars Paris Asniers, sem Júlíus Jónasson spilaði með síðastliðið ár. Valsliðið hefur orðið fyrir miklum missi í sumar því Jón Kristjánsson gekk til liðs við þýska liðið Schul, sem spilar í Dagur Sigurðsson er einn efnilegasti handknatt- leiksmaður landsins. Hann var valinn besti leikmaður Norðurlanda- móts unglinga þýsku úrvalsdeildinni. Einnig yfirgafEin- ar Þorvarðarson Val og gekk til liðs við Selfoss sem markvörður og þjálfari. Ein- ar hefur átt virkilega glæsilegan feril í Val og kveðjum við hann með eftirsjá. En maður kemur í manns stað. Lands- liðsmarkvörðurinn Guðmundur Hrafn- kelsson gekk í raðir Valsmanna og er hann góður fengur. Einnig kom Þórður Sigurðsson aftur heim að Hlíðarenda. Nú þarf ekki lengur að leita langt yfir skammt því úrvals handknattleiksmenn í 2. flokki bíða færis á að fá að spreyta sig með meistaraflokki. Evrópukeppni meistaraliða stendur nú yfir og eru Valsmenn komnir í 8-liða úr- slit eftir að hafa slegið ísraelska liðið Ha- poel úr keppni. Fyrri leik liðanna á ís- landi lauk með sigri Vals, 25-20 en Ha- poel sigraði í ísrael með 28 mörkum gegn 27. Valur fer því áfram á betri markatölu. í byrjunarumferð Evrópukeppninnar vann Valur meistarana Drott frá Svíþjóð í tvígang en báðir leikirnir fóru fram þar. Leikirnir voru Val til sóma því í liði Drott eru margir af landsliðsmönnum heims- meistaranna. Islandsmótið hefur farið illa af stað fyrir Valsmenn. f fyrsta leiknum urðum við fyrir því áfalli að Jakob Sigurðsson, fyrirliði, meiddist illa og verður frá keppni í langan tíma. Þetta er mikill miss- ir fyrir Valsmenn en við gefumst aldrei upp. Stjórn handknattleiksdeildar Vals er skipuð fjölmennum her ákafra Vals- manna sem hafa það að markmiði að halda Val ávallt á toppnum og gera deild- ina fjárhagslega sterka. Hagnaður varð af rekstri deildarinnar á síðasta rekstarári en það hafði ekki gerst í mörg ár. Með Valskveðju! F.h. stjórnar handknattleiksdeildar Vals Lúðvig Árni Sveinsson 51

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.