Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 51

Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 51
um ókomna framtíð og þarf því að kenna yngstu flokkunum og þjálfa þá. Því starfi skiluðu þjálfararnir vel af sér og náðu í íslandsmeistaratitil í B-flokki 6. flokks. Sigurður og Jón (stúka) ætla sér stóra hluti í ár og vonum við að þeir haldi áfram að vinna með yngstu kynslóðirnar næstu árin. 3. og 4. FLOKKUR kvenna undir stjórn Mikaels stóð sig með ágætum og náði meðal annars Reykjavíkurmeistara- titli ásamt því að vinna hið landsfræga Lego-mót. Stelpurnar stóðu sig vel á Partille-cup mótinu þótt sumar hafi hugs- að fullmikið um stráka. 5. FLOKKUR kvenna, undir leiðsögn Dags Sigurðarsonar, var mjög fjölmenn- ur og líflegur. Pað býr margt í stúlkum þess flokks og eigum við eftir að sjá kvennahandboltann í Val eflast á næstu árum. Leikmenn MEIST AR AFLO KKS KVENNA voru vægast sagt fullfáir á síð- asta keppnistímabili. Það hefur sem bet- ur fer breyst á þessu keppnistímabili — þökk sé Valla Veiðimanni sem fór á kvennaveiðar síðastliðið sumar og veiddi vel. Konurnar enduðu fyrir miðri deild síðasta keppnistímabil og komust í und- anúrslit í biícarnum — sem er í raun góður árangur miðað við fámennið á æfingum og þjálfaraskipti á miðju tímabili. Við í stjórninni erum alltaf bjartsýnir og með nýjum þjálfara og nýjum stelpum sjáum við fram á titil í ár — eða eftir tvö ár. MEISTARAFLOKKUR KARLA var sannkallaður gullmoli á síðasta keppnistímabili. Tímabilið byrjaði þó með falli úr Evrópukeppni bikarhafa gegn frændum okkar frá Noregi, Sande- fjord. Leikirnir voru mjög jafnir — við töpuðum úti en unnum á heimavelli. Tit- ilvörn okkar, sem bikarmeistarar, var heldur ekki eins og vonir stóðu til því FH-ingar slógu okkur út úr keppninni á heimavelli sínum. Það er leikur sem við Valsmenn viljum allir gleyma. íslands- mótið fór rólega af stað hjá Völsurunum en stígandinn í forkeppninni var jafn og þéttur. Víkingar, aðalkeppinautar Vals í fyrra, fóru af stað á fullu gasi og ætluðu að taka titilinn með látum. Flestir bjuggust reyndar við að þeir gerðu það. Víkingum tókst að vinna forkeppnina og hlaut aðeins einu sitgi meira en Valur. í úrslitakeppninni horfðu málin öðru- vísi við. Valsmenn voru hreint út sagt í ham og unnu alla leiki sína með miklum yfirburðum, nema þann síðasta. Þá voru þeir hvort sem er orðnir íslandsmeistar- ar. Valdimar Grímsson var markahæsti leikmaður mótsins og var kosinn leik- maður ársins af leikmönnum fyrstudeild- arliðanna. Sú útnefning kom okkur Vals- mönnum ekki á óvart. Meistaraflokkurinn skellti sér á fjög- urra liða mót í september síðastliðnum og vann það mót með fullu húsi stiga. I mót- inu léku meðal annars Paris Asniers, sem Júlíus Jónasson spilaði með síðastliðið ár. Valsliðið hefur orðið fyrir miklum missi í sumar því Jón Kristjánsson gekk til liðs við þýska liðið Schul, sem spilar í Dagur Sigurðsson er einn efnilegasti handknatt- leiksmaður landsins. Hann var valinn besti leikmaður Norðurlanda- móts unglinga þýsku úrvalsdeildinni. Einnig yfirgafEin- ar Þorvarðarson Val og gekk til liðs við Selfoss sem markvörður og þjálfari. Ein- ar hefur átt virkilega glæsilegan feril í Val og kveðjum við hann með eftirsjá. En maður kemur í manns stað. Lands- liðsmarkvörðurinn Guðmundur Hrafn- kelsson gekk í raðir Valsmanna og er hann góður fengur. Einnig kom Þórður Sigurðsson aftur heim að Hlíðarenda. Nú þarf ekki lengur að leita langt yfir skammt því úrvals handknattleiksmenn í 2. flokki bíða færis á að fá að spreyta sig með meistaraflokki. Evrópukeppni meistaraliða stendur nú yfir og eru Valsmenn komnir í 8-liða úr- slit eftir að hafa slegið ísraelska liðið Ha- poel úr keppni. Fyrri leik liðanna á ís- landi lauk með sigri Vals, 25-20 en Ha- poel sigraði í ísrael með 28 mörkum gegn 27. Valur fer því áfram á betri markatölu. í byrjunarumferð Evrópukeppninnar vann Valur meistarana Drott frá Svíþjóð í tvígang en báðir leikirnir fóru fram þar. Leikirnir voru Val til sóma því í liði Drott eru margir af landsliðsmönnum heims- meistaranna. Islandsmótið hefur farið illa af stað fyrir Valsmenn. f fyrsta leiknum urðum við fyrir því áfalli að Jakob Sigurðsson, fyrirliði, meiddist illa og verður frá keppni í langan tíma. Þetta er mikill miss- ir fyrir Valsmenn en við gefumst aldrei upp. Stjórn handknattleiksdeildar Vals er skipuð fjölmennum her ákafra Vals- manna sem hafa það að markmiði að halda Val ávallt á toppnum og gera deild- ina fjárhagslega sterka. Hagnaður varð af rekstri deildarinnar á síðasta rekstarári en það hafði ekki gerst í mörg ár. Með Valskveðju! F.h. stjórnar handknattleiksdeildar Vals Lúðvig Árni Sveinsson 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.