Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 57

Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 57
HVER ER VALSMAÐURINN? „GRYFJURNAR URÐU AÐ BÚNINGSAÐSTÖÐU“ Jón Eiríksson, leikmaður í fyrsta Islandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu og stjórnarmaður félagsins til margra ára. að þá hafi ekki verið til að dreifa þessum fínu fótboltum sem núna eru í notkun. Maður byrjaði að sparka í það sem varð á vegi manns — völusteina, blikkdósir og í besta falli tuskubolta. Ég sparkaði mest heima við til að byrja með, í porti bak við húsið sem ég bjó í. Ætli ég hafi ekki verið eitthvað um það bil átta ára gamall þegar ég fór að mæta á æfingar hjá félagi. Það félag hét Hvatur og var eiginlega undirdeild í Val. Þegar fram liðu stundir runnu þessi félög síðan saman í eitt. í þessa tíð var skiptingin þríþætt, þriðji flokkur, þar sem voru drengir á aldrinum tíu til fjórtán ára, annar flokkur fyrir unglinga frá 14 ára aldri og upp í átján ára og síðan var fyrsti flokkur. Ég lék í öllum Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Myndir: Gunnar Gunnarsson þessum flokkum hjá Val. Ég lék síðan knattspyrnu allt til ársins 1934. Þá var ég kominn í háskólanám, eins og áður segir, og eitthvað varð að láta undan því að það fór mikill tími hjá mér í námið. Ég lauk síðan læknisfræðinni árið 1938 og að henni lokinni hélt ég í framhalds- nám til Danmerkur, þar sem ég var á stríðsárunum." DANIR HÖFÐU ÞÓ í SIG OG Á — Hvernig var að vera þar á stríðstím- um? „Það var náttúrlega hálf ömurlegt að mörgu leyti. Danirnir gátu þó haft í sig og á, á styrjaldarárunum, og hafði það gríð- arlega mikið að segja. Menn urðu þó til- finnanlega varir við það að styrjöldin var í gangi og það var margt sem sat á hakan- um. Námið hjá mér riðlaðist ekkert þrátt fyrir ástandið í landinu. Ég var fyrst á almennu sjúkrahúsi í tvö ár og síðan á berklahælum, þannig að námið gekk eðli- lega fyrir sig þó svo að það hefði lengst örlítið. Þegar ég kom heim frá Danmörku vissi ég að dagar mínir sem knattspyrnumanns Jón Eiríksson ásamt barnabarninu Valtý 9 ára sem leikur með 6. flokki Vals í fót- bolta. voru taldir. Því fór ég að snúa mér að félagsmálum og hef starfað við þau meira og minna síðan. Ég var til að mynda full- trúi fyrir Val í stjórn KSÍ og í íþrótta- bandalagi Reykjavíkur. Ég var einnig einskonar trúnaðarlæknir ÍBR í ein tutt- ugu ár. Þó svo að ég hafi hætt á sínum tíma knattspyrnuiðkun minni er áhuginn fyrir knattspyrnunni alltaf til staðar. Ég 57

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.