Valsblaðið - 01.05.1992, Side 29

Valsblaðið - 01.05.1992, Side 29
Hinir landsfrægu stuðarar í fullum skrúða. Valsmenn, mætum með Vals- húfur og trefla á leiki og hvetjum liðið okkar. BÆTUM ÞJÓNUSTUNA VIÐ ÁHANGENDUR VALS Hugleiðing Stefáns Halldórssonar Valur stendur á stoðum sem allar eru mikilvægar.Ef einhverþeirra gefur sig eða vantar verður félagið valt, stendur ekki undir væntingum og getur lent í erfiðleikum (rétt eins og stóll án fóta)þStoðimar fjórar, skipaðar þúsundum Valsmanna, eru ið- kendur,fjölskyldur,forkólfar og áhang- endur. Iðkendur æfa, keppa og halda merki félagsins á loft með góðri frammistöðu. Þeir em mest í sviðsljósinu og eiga skilið allan þann stuðning sem við getum veitt þeim. Fjölskyldur styðja iðkendur með margvíslegum hætti, s.s. með því að aka þeim til og frá æfingum og leikjum, hvetja þá í keppni, stunda fjáröflun og vinna margs konar verk sem nauðsynleg eru til að halda megi út keppnisliðum, að ógleymdum búningaþvotti. Forkólfar sýna mikla eljusemi við að halda félaginu gangandi, s.s. við skipu- lagningu, fjáröflun og rekstur og stjómun, og em auk þess manna duglegastir að mæta á leiki. Áhangendur greiða fyrir aðgang að leikjum og kaupa getraunaseðla og alls kyns vömr sem seldar em til ágóða fyrir félagið. Síðast en ekki síst tala þeir vel um félagið við alla sem vilja ljá því eyra (og halda uppi vömum gegn hinum sem vilja ekkert gott um félagið heyra!!). Öll viljum við sjá sem bestan árangur hjá iðkendum félagsins og reyna að skapa þeim sem besta aöstöðu til æfinga og keppni. Fjölskyldurnar og forkólfamir gegna þar afar þýðingarmiklu hlutverki og án þeirra yrði iðkendum vafalaust lítið úr erfiði sínu. Því er bæði nayðsynlegt og ánægjulegt að veita fjölskyldunum og forkólfunum umbun og viðurkenningu fyrir mikilvægt framlag. Félagið getur gert slíkt með margvíslegum hætti, s.s. samkomum, blaðaútgáfu og aðgangi að íþrótta- og félagsaðstöðunni. Þessir þrír hópar, iðekndur, fjölskyldur og forkólfar hafa í sameiningu borið sæmdarheitið Valsmenn og felst í því sá skilningur að Valsmaður sé sá sem er eða hefur verið virkur innan félagsins. Tilefni þessarar greinar er þó það, að ég vil hvetja Valsmenn til að leggja sig fram við að veita áhangendunum sem mestan og bestan stuðning líka. Við skulum ekki líta svo á, að áhangendumir hafi það hlutverk eitt að borga sig inn á leiki og hvetja leikmenn til dáða (og kaupa í sjoppunni í hálfleik!). gemm vel við þá, sýnum þeim áhuga, leggjum okkur fram við að veita góða þjónustu og styðja við bakið á þeim í því mikilvæga hlutverki sem þeir hafa. Látum þá finna, að þeir séu líka V alsmenn og að félagið sé líka til fyrir þá. Ég vil vinnaað því, að Valurgeri sérstakt átak í að þjóna áhangendum sínum vel, sannkallað gæðaátak. Ég er þess fullviss, að slíkt átak leiðir til meiri stuðnings, meiri aðsóknar, meiri tekna fyrir félagið og betir árangurs liða Vals í keppni. Látum Val ekki einungis státa af því að vera besta Valsblaðið 29

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.