Valsblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 53

Valsblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 53
I MINNINGU LATINNA VALSMANNA eins og gengur, og til þess að hún bæri árangur þurfti félagsmenn til að selja. Þar var Agúst fremstur í flokki og seldi mun meira en nokkur annar, hvort sem um var að ræða happdrættismiða, minjagripi eða annað, sem þurfti að koma í pening fyrir Val. Velgengni Vals byggist ekki eingöngu á hinum fjölmörgu leikmönnum, heldur einnig á dugmiklum stjórnendum og einlægum stuðningsmönnum. Agúst var alla tíð í þeim hópi. Valsmenn, ungir sem aldir, munu sakna þess að sjá ekki „Gústa í Hörpu” framar á vellinum eða á Hlíðar- enda. En minningin lifir. Um leið og Valsmenn þakka Agústi fyrir frábær störf í þágu félagsins og trausta vináttu er eftirlifandi einginkonu hans, Jennýju Péturdóttur og fjölskyldu, færðar innilegar samúðarkveðju. Fulltrúaráð Knattspyrnufélagsins Vals. Sigurpáll Jónsson Fæddur: 4 janúar 1917 Dáinn: 8 janúar 1992 Sigurpáll Jónsson, aðalbókari, andaðist þann 8. janúar síðastliðinn. Það var á fjórða áratugnum sem Sigurpáll spilaði knattspymu með Val og var hann talinn einn af fremstu knattspyrnumönnum landsins. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Val árið 1930 og lék síðan út áratuginn og lenti þar með í einu mestablómaskeiði Vals í knattspymu, þar sem Valur vann Islandsmótið sjö sinnum á árununr 1930-1940. Sigurpáll var vel liðtækur leikmaður, því auk þess að leika sem fremsti maður liðs síns, gat hann brugðið sér í markvarðarstöðuna ef á þurfti að halda. Sigurpáll fór í eina eftirminnilegustu keppnisferð sem íslensk félagslið hafa farið í, en það var ferðin sem úrvalslið Vals og Víkings fóru í 1939 til Þýskalands. Ferðalangamir lögðu af stað til Þýskalands 15. ágúst og voru komnir til Hamborgar þann 20.. Aðeins tíu dögum síðar, 1. september, var seinni heimsstyrjöldin skollin á og okkar menn ennþá í Þýskalandi. Ekki kom annað til greina en að yfirgefa landið strax morguninn eftir og halda til Kaupmannahafnar. Þaðan var svo haldið heim á leið þann 7. september og voru menn fegnir þ ví að komast heim án telj andi vandræða. Sigurpáll starfaði í fulltúaráði Vals í samtals 20 ár og var mönnum innan handar með ýmis verkefni sem unnið var að innan félagsins. Hann hjálpaði þó sérstaklega við að koma Valsblaðinu út. Valsmenn þakka Sigurpáli Jónssyni fyrir árin sem hann helgaði Val og votta eiginkonu hans og bömum samúð sína. Samantekt.AKG Jóhann Sebastian Kjartansson Mig langar til að minnast fænda míns Jóhanns Sebastians Kjartanssonar sem lést þann 12. desember eftir erfið veikindi. Jóhann fæddist í Frakklandi 28. október 1981. Hann var sonur Einars föðurbróður míns og Noelle. Otrúlegt að Guð skuli taka svo ungan og lífsglaðan dreng til sín. Afhverju? spyrmaður sig. Sumirsegjaað þeir deyja ungir sem guðimir elska, og það var auðvelt að elska Jóhann, öllum þótti vænt um hann. Allir dáðust að lífsgleði hans og það sem einkenndi hann sér- staklega var hvað hann var alltaf kurteis. Það var ekki heimtufrekjan í þeim strák. Jóhann kom oft til okkar og dvaldi hjá fjölskyldunni og afa og ömmu. Til- hlökkunin var alltaf mikil þegar hann var að koma og áttum við saman margar ánægjustundir, sérstaklega em mér minni- stæðar samverustundimar í sumarbústað- num á Faugarvatni. Eg kenndi honum íslensku og hann mér frönsku. Jóhann var mikill Valsari og spiluðum við oft fótbolta saman og fórum á völlinn að sjá Val spila. Einu sinni þegar ég heimsótti hann til Frakklands færði ég honum Valsbúning og ég man hvað hann varð ánægður. Það er ótrúlegt hvað Jóhann var sterkur og harður af sér. Hann kvartaði aldrei þó hann hruflaði sig eða meiddi. Eitt sinn datt hann illa á hjólinu mínu og það blæddi mikið, bæði úr höndum og fótum. þá sá maður hvað hann var sterkur og duglegur. Við frændsystkynin eigum margar góðar minningar um góðan dreng. Grímur Garðarson 4.flokki. Valsblaðið 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.