Valsblaðið - 01.05.1992, Side 56

Valsblaðið - 01.05.1992, Side 56
ÆVINTYRI f EYJUM 6. flokkur á Shellmóti 1992 Þegar leið á júnímánuð mátti greina aukna spennu meðal ö.flokks drengja í knattspyrnu, enda styttist í ferðina á Shellmótið (sem er frægt undir nafninu „Tommamótið”). I þetta skipti átti að keppa í A-B og C liðum og fyrirsjáanlegt að Valur myndi senda mjög stóran hóp til Vestmannaeyja.Miðvikudagurinn24.júni rann upp og 29 keppendur og 6 manna lið þjálfara og fararstjóra mætti út á innan- landsdeild Flugleiða til að fljúga til Eyja. En þar kom babb í bátinn, það var ófært flugleiðis og veðurútlit óljóst. Bið með 29 stráka á flugvelli er ekki mjög spennandi og við leyfðum okkur jafnvel að öfunda þá 2 fararstjóra sem farið höfðu akandi á „bílnum” og síðan með Herjólfi. En fljót- lega eftir hádegi brey ttist veðrið og loftbrú milli lands og Eyja var sett upp. Shellmótið er ekki bara keppni í knattspyrnu á milli 24 félaga heldur er þar líka keppt í ýmsum öðrum greinum fþrótta auk þess sem mjög viðamikil skemmti- dagskrá er alla dagana fyrir þátttakendur. ÍValshópnumvoruaðeinsörfáirsemverið höfðu á mótinu áður og að auki voru nokkrir að fara í flugvél í fyrsta sinn þannig að ævintýrið hófst strax hjá þeim. Árið 1991 hafði A-lið Valsunniðmótiðog •Minnsti fremst, stærsti aftast. Raðað upp fyrir skrúðgönguna. (■ 7 '5 1 -\¥ \ '1 j| því vissum við undir niðri að fylgst yrði vel með árangri hópsins að þessu sinni en væntingar voru þó allar í hófi í upphafi ferðar. Aðsetur okkar í Eyjum var í Hamraskóla og þegar við höfðum komið okkur fyrir þar og búið var að fara yfir dagskrána hófst undirbúningur að skrúðgöngu kvöldsins. Áður en mótið var sett á svæði Týs var gengið um bæinn undir félagsfánum með lúðrasveit í broddi fylkingar. Það varengin smá ganga enda þátttakendur margir og fleiri en nokkru sinni fyrr. Mikið rok og kuldi setti svip sinn á kvöldið og veðrið átti eftir að hafa áhrif næstu daga því hvasst var og frekar kalt allan tímann. Að lokinni móts- setningu voru nokkur skemmtiatriði s.s. leikur stjömuliðs Omars við úrvalslið keppenda, flugeldasýning o.fl. Síðan var haldið heim í skóla en þrátt fyrir þreytu dagsins gekk misvel að koma ró á liðið “Hvenær fáum við silfurverðlaunin eiginlega?” Beðið spcnntir eftir verðlaunaafhendingunni. Valsblaðið 1

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.