Valsblaðið - 01.05.2007, Side 4

Valsblaðið - 01.05.2007, Side 4
„Verið ohnæddir því sjá ég boða yður mikinn fögnuð" Jólahugvekja Við höldum brátt heilög jól. Undir- búingurinn hefur farið fram á aðventunni. Vonandi höfum við und- irbúið komu Frelsarans, þrátt fyr- ir hraða og spennu sem einkennir nútíma líf. Þegar Frelsarinn kemur á helgum jólum tvístrast myrkrið, hrelldur hugur hressist, vonleys- ið eygir von, því hjálp Guðs hefur brotist inn í heim mannanna. Ljós Guðs er í heiminn komið til að lýsa upp veg mannsins. Ljósið og trúin á þann sem í heiminn kom og kemur á að feykja burtu óttanum, kviðanum og áhyggjunum. Fyrsta jólakveðjan talar til okkar um það í orðsins fyllstu merkingu. „Verið óhræddir því sjá ég boða yður mikinn fögnuð“. Hin sterka trú jólanna sem tvinnar saman stefin um kærleikann, umhyggjuna og gjafmildina, bendir fram á líf, starf og upprisu Jesú Krists. Jesús er kom til okkar á jólum, tók síðan á sig mannleg kjör, varð maður, felldi tár, huggaði, líknaði og bar smyrsl á sárin. Líf hans tengdist öllum þáttum venjulegs lífs. Hinn lifandi Guð og faðir kemur til okkar í syni sínum Kristi Jesú. Boðskapurinn er að sá sem boðar komu sína á aðventu, „varð hold og bjó með oss fullur náðar og sannleika“, á hinum fyrstu jólum. Boðskapurinn er um þann sem sigraði sjálfan dauðann og gaf okkur öllum eilíft líf. Einu sinni fékk ég jóla- kort er sagði: „Guð gefi þér og fjölskyldu þinni gleðileg jól í ljósi páskasólarinnar." Þá aðeins skiljum og tökum við jólunum með réttu hugarfari er við lítum að páskunum, þegar sá sem kom til okkar á jólunum sigraði sjálfan dauðann, gaf okkur hverju og einu, eilíft líf. Hann kemur nú til okkar, kæru vinir, nótt og dag að breyta. Þau eiga vel við orð séra Friðriks Friðrikssonar er segja: Dýrð í hæstum hæðum, himna Guð, þér syngja allir þínir englar og öll þín hólpin hjörð. Jörð það endurómar, allar klukkur hringja, fagnandi hjörtu færa þakkargjörð. Dýrð í hæstum hæðum. Helgir leyndardómar opnast fyrir augum þess anda, er ljós þitt sér. Allt, sem anda dregur, elsku þfna rómar, tilveran gjörvöll teygar líf frá þér. Dýrð í hæstum hæðum. Hingað oss þú sendir soninn þinn að sýkna hinn seka lýð á jörð. Síðan hátt til himna hann með krossi bendir, sigur hann gefur sinni barnahjörð. Dýrð í hæstum hæðum, hljómar þér um aldir, þymikrýndur, krossi píndur kóngur lífs og hels. Lýtur þér og lofar lýður, sem þú valdir, lýsandi’ á jörð sem ljómi fagrahvels. Dýrð í hæstum hæðum. Heilagri þrenning, föður, syni’ og friðaranda, færum lofgjörð vér, göfgi þig með gleði gjörvöll jarðarmenning, Guð einn og þrennur, þökk þér einum ber. Friðrik Friðriksson Vigfús Pór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju Valsmenn - bestu dskip um gleðileg jol og farsælt nýtt ár , _ _ X J ERKFRÆÐISTOFAN HENSON Vatnaskil PricewaTerhouseQopers 4 Valsblaðið 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.