Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 12

Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 12
Eftir Þorgrím Þráinsson Framtíða Grímur Sæmundsen formaður Vals veitir Valsmönnum sýn á Hlíðarenda framtíðarinnar „Mín framtíðarsýn er sú, að Knatt- spyrnufélagið Valur verði besta afreks- félag landsins í knattspymu, handknatt- leik og körfuknattleik í karla- og kvennaflokkum. I þessum íþróttagreinum liggja okkar rætur og við ætlum að verða leiðandi á þessum vettvangi. Sú upp- bygging sem hefur átt sér stað að Hlíð- arenda síðustu ár og mun halda áfram styður þessa framtíðarsýn. Gagnvart foreldrum og iðkendum vil ég sjá að Knattspyrnufélagið Valur verði afburðaþjónustufyrirtæki á sviði knatt- spyrnu, handknattleiks og körfuknattleiks fyrir alla borgarbúa. Við gerum okkur grein fyrir forvam- argildi íþrótta, eins og Þórólfur Þór- lindsson prófessor og núverandi forstjóri Lýðheilsustöðvar benti á fyrir 20 ámm. Krakkar sem stunda íþróttir ná betri námsárangri og leiðast síður út í neyslu áfengis og fíkniefna. Valur mun hafa það að markmiði að taka þátt í því með for- eldrum að móta heilbrigð ungmenni sem hafa sjálfstraust til að láta gott af sér leiða innan vallar sem utan og vera góð- ar fyrirmyndir.“ Grímur segir að það sé rrijög mikilvægt að innan raða Vals séu ávallt starfandi vel menntaðir og hæfir þjálfarar sem kunna að innræta þær hugsjónir sem eiga að vera hafðar að leiðarljósi að Hlíðarenda. „Öll samskipti iðkenda og foreldra við félagið eru einnig mjög mikilvæg. Netið mun gegna lykilhlutverki í upplýsinga- gjöf í framtíðinni og foreldrar og iðk- endur eiga að geta leitað allra upplýsinga sem þeir þurfa á heimasíðu Vals. Segja má að mín framtíðarsýn fyrir Val endurspeglist í þeim tillögum sem liggja fyrir eftir þá stefnumótunvinnu sem ráð- gjafarfyrirtækið Capacent aðstoðaði okk- ur við og hefur verið kynnt innan félags- ins. Margir Valsmenn komu að þessari vinnu og ég er sérlega ánægður með nið- urstöðurnar. Við erum með hæfan framkvæmda- stjóra, Dag Sigurðsson til að hrinda þess- um tillögum í framkvæmd. Dagur býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur brennandi áhuga á íþróttum, þekkir leikmannamál og kann að vinna með fólki. Ekki spillir fyrir að hann er með eldrautt Valsblóð í æðum. Hann hefur byggt upp gott teymi starfsmanna, sem allir vinna fyrir Val af eldmóði. Hvenær verður hafíst handa við knatt- húsið? „Núna er verið að vinna að kostnaðar- áætlun og rekstaraáætlun knatthúss auk stúkubyggingar fyrir 1800 áhorfendur fyrir keppnisvöllinn. Til viðbótar hefur verið ákveðið að setja bflakjallara undir húsið sem mun rúma 300 bfla. Hann mun nýtast Val og atvinnuhúsnæðinu á lóð Valsmanna hf, sem mun rísa við Flug- vallarveg. Framkvæmdir við knatthúsið hefjast í lok næsta sumars og er við það miðað að stúkan verði tilbúin til notkunar fyrir keppnistimabilið 2009 og knatthús- ið tilbúið til notkunar haustið 2009. Samkvæmt samkomulagi við Reykja- víkurborg eigum við eftir að fá einn æfingavöll fyrir knattspyrnu að Hlíð- arenda á ytri mörkum lóðar okkar næst Tanngarði. Akveðið hefur verið að það verði gervigrasvöllur. Reynsla af gervi- grasvöllum í Reykjavík er sú að upphitun er lítið notuð vegna hlýnandi veðurfars og aukinheldur verulega kostnaðarsöm í rekstri. Þvf hefur verið ákveðið að þessi gervigrasvöllur verði óupphitaður. Þessi ákvörðun mun gera þennan völl miklu ódýrari en ella og flýta mjög framkvæmd hans þannig að við það er miðað að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir haust- ið 2008. Það er mjög mikilvægt að sam- hæfa framkvæmdir við knatthúsið og þennan nýja gervigrasvöll vegna þess að framkvæmdir við knatthúsið munú leggja gamla keppnisvöllinn undir sig. Þessi völlur mun bæta úr brýnni þörf knatt- spymfólks okkar vegna haust- og vetr- aræfinga en þeirri þörf verður þó ekki að fullu mætt fyrr en knatthúsið verður tek- ið í notkun. Þegar knatthúsið verður risið hau.st- ið 2009 verður aðstaða hjá okkur til iðk- unar knattspyrnu, körfuknattleiks og handknattleiks með því besta sem gerist á landinu og þó víðar væri leitað. Eins og flestir vita var Grímur fyrirliði meistaraflokks Vals í knattspyrnu síðustu ár ferilsins og hampaði Islandsmeistara- titlinum árið 1985. Hann lék rúmlega 300 meistaraflokksleiki fyrir Val og var jafnan í mjög sigursælu liði og vann fjóra íslandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistara- titla og tók þátt í fjölmörgum leikjum með Val í Evrópukeppni á árunum 1974 til 1985. Hvaða augnablik ætli skjóti oft- ast upp kollinum þegar hugurinn hvarflar til baka yfir ferilinn. „Ef það er eitt atvik eða viðburður er það leikurinn gegn KR að Hlíðarenda árið 1985 þegar við tryggðum okkur íslandsmeistaratitilinn með marki með Gumma Þorbjörns. Allt í kringum þann leik og að hampa titlinum að Hh'ðarenda sem fyrirliði var sérlega eftirminnilegt. Stórkostleg hughrif." 12 Valsblaðið 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.