Valsblaðið - 01.05.2007, Side 28

Valsblaðið - 01.05.2007, Side 28
Eftir Einar Örn Jonsson Ég er sennilega einn fárra uppalinna Valsmanna í handbolta sem hafa aldrei orðið íslandsmeistarar Snorri Steinn Guðjónsson er einn allra þekktasti og hesti handknattleiksmaður pjóðarinnar en hann leikur nú með GOG/Svendborg í Danmörku Líkt og óteljandi aðrir landsliðsmenn í handknattleik lærði Snorri Steinn fag sitt í Val. Hann hóf að æfa með Val 7 ára gamall, fyrst undir stjóm Sigurð- ar Sigþórssonar og siðan undir hand- leiðslu Borisar Bjarna Akbashev og Osk- ars Bjarna Óskarssonar. Fyrstu spor sín í meistaraflokki steig Snorri Steinn vet- urinn 1998-1999 undir stjórn Geirs Sveinssonar og þremur árum síðar leiddi hann Val í úrslit íslandsmótsins þar sem liðið bar raunar lægri hlut fyrir KA. Sumarið 2003 söðlaði Snorri Steinn um og hélt í atvinnumennsku til Grosswall- stadt í þýsku Bundesligunni þar sem hann var meðal annars valinn í úrvalslið deildarinnar tímabilið 2004-2005. Snorri Steinn hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu með landsliði Islands og skoraði hann meðal annars 15 mörk í leik gegn Danmörku á heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi í janúar sem leið. Nú á dögunum var hann svo valinn í heims- liðið í fyrsta sinn. Við slógum á þráð- inn til Snorra Steins en hann býr í Óðins- véum ásamt unnustu sinni, Marín Sörens Madsen, og eiga þau von á sínu fyrsta barni í vor. Hvernig var lífið í yngri flokkunum í Val? „Það var frábært að vera í Val. Ég hafði frábæra þjálfara og frábæran félags- skap. Það var ótrúlega mikilvægt að hafa þjálfara sem nenntu að halda utan um þetta og félagslega hliðin var sterk. Ég æfði alla yngri flokkana með strák- um eins og Fannari Þorbjörnssyni, Mark- úsi Mána Michaelssyni og Ólafi Gísla- syni sem eru allir ennþá vinir mínír í dag. Ég átti líka heima hinum megin við göt- una þannig að Baldur og Ella Beta (hús- verðir f Valsheimilinu) voru eins konar afi og amma manns og ráku mig ósjald- an heim á kvöldin til að borða. Þau sáu miklu meira af mér en mamma og pabbi. Af Hlíðarenda á ég mínar bestu minning- ar frá því ég var lítill." Hver hafði mest áhrif á þig á uppvaxt- arárunum í Val? „Ég hef sennilega lært mest af Boris. Hans skóli hefur komið mér þangað sem ég er í dag. Svo má ekki gleyma pabba. Hann byrjaði snemma að naggast í mér og er enn að því, er enn að þótt ég sé orðinn 26 ára. Óskar Bjarni var líka frá- bær á sínum tíma, tók við mér í 4. flokki og fylgdi mér upp í meistaraflokk ásamt Boris. Það er erfitt að draga einn út og það má alls ekki gleyma Geir Sveinssyni. Hjá honum fékk ég mikið traust og lærði að vera leiðtogi á vellinum. Öðrum eins karakter hef ég ekki kynnst, hvorki fyrr né síðar. Það voru frábær ár með Geira þótt ekki hafi það skilað titlum." Margar sögur eru til af uppátækjum Snorra Steins og félaga í yngri flokk- unum og þykja ekki allar prentvæn- ó.flokkur Vals, 1991 ásamt knattspyrnugoðinu Péle. Snorri er annar frá vinstri f aftari röð. 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.