Valsblaðið - 01.05.2007, Side 50
Félagsstarf
Stuðarar
Sælir kæru vinir. Þegar ég var inntur eftir
pistli þá hugsaði ég með sjálfum mér: það
er ekkert mál að redda því og sagði Jam-
mm. Síðan reyndi ég að muna alla leikina,
spenninginn angistina og sfðast en ekki
síst GLEÐINA sem sumarið gaf af sér.
Við erum meistarar
Þetta byrjaði allt 13. maí. Þá var leik-
ið gegn Fram á LaugarVALS vellinum,
1-1. Maður hugsaði með sér, DJÖ...
#&%$%($/$&#&# EKKI AFTUR. Síð-
an skrapp ég til Aþenu og horfði á Liver-
pool tapa gegn AC Milan. Þetta varð til
þess að ég missti af leikjunum við Fylki
og KR (16. og 24. maí), en kom svo end-
urnærður heim í einn slappasta leik okkar
í sumar á móti Blikum (0-0). Síðan feng-
um við vini okkar úr Keflavík í heim-
sókn (1 stig), skruppum í Víkina (3 stig),
á Skagann (0 stig) og þá hófst fjörið fyrir
alvöru. Þrír leikir steinlágu á kantinum,
(FH 4-1, HK 4-1, Fram 2-1) og við
héldum að þetta væri að klárast. EN ÞÁ
KOM STÓRI SKELLURINN, 2-4 tap
á heimavelli fyrir Fylki. Þetta setti okk-
ur rækilega út af sporinu margumtalaða,
en strákarnir fór vestur í bæ og sölluðu
lánlitla KR-inga 3-0, Sjúkkiitt. Skramb-
ans Blikarnir voru samt harðir á að gefa
okkur ekki neitt, og náðum við/þeir öðru
jafntefli þessara liða á leiktíðinni. Þá er
komið að „litla mótinu“ sem við unn-
um glæsilega (unnum Keflavík, Víking,
gerðum jafntefli við IA og unnum svo í
lokin FH OG HK).
Allt í einu rann upp fyrir okkur
STUÐURUM ljós.
Við erum MEISTARAR!!!!!!!!!!!
Margir koma að starli Stuðara
En þessi pistill átti að sjáfsögðu að vera
um STUÐARA og skal ég nú fara eft-
ir því.
Við Baldur Bongo eyddum löngum
tíma fyrir hvem leik í að reyna að sam-
hæfa aðgerðir, oftast tókst þetta með
ágætum en nokkrum sinnum var þessu
„reddað“ á síðustu stundu. Eg er sérstak-
lega hamingjusamur með hvað allir voru
tilbúnir að aðstoða okkur í þessum mál-
Siggi Már fer jyrir Stuðurum í stúkunni.
um öllum, því að stemningu og stuði eins
og var hjá okkur í sumar, NÆR ENGINN
UPP EINN.
Baldur, Ási, Gulli, Borko, Valli, Gunni,
Gestur og FULLT af öðru fólki sem ég
gleymi að nefna hér, hjálpaði mikið til og
lagði sitt lóð á vogarskálarnar til að sum-
arið yrði jafn gott og það varð. Einnig
má ekki gleyma að félagið sjálft var ötult
að hjálpa okkur með alls konar hætti,
og þakka ég hér með fyrir það. Ég kem
svo til með að boða til fundar snemma
árs, þar sem við leggjum línurnar fyr-
ir næsta ár, ég er með slatta af hugmynd-
um sem mig langar að leggja fyrir ykk-
ur og félagið kæru Stuðarar og sjá hvað
ykkur finnst.
Með þökk fyrir SUMARIÐ.
ÁFRAM VALUR
Siggi Már
50
Valsblaðið 2007