Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 80

Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 80
 Ungir Valsarar Ég er fyrsti Valsarinn í fjölskyldunni Þorgrímur Björnsson nr 16 ára og Inikur körfubolta mnö 11. flokki og melstaraflokki og er handhafi Einarsbikarsins Þorgrímur er 16 ára og er að hefja annað árið sitt með Val og hann segir að félagið henti sér vel vegna staðsetningar og einn- ig sé aðstaðan frábær hjá félaginu. Hann segist hafa fengið mjög góðan stuðning frá foreldrum sínum og pabbi hans hafi farið með honum á mót, þar á meðal á Norðurlandamót með U16 ára landsliði Islands. Hann segir að stuðningur for- eldra sé mikilvægur almennt í lífinu. Hvernig gengur ykkur? Okkur gekk svona upp og ofan á síðasta tímabili, í 10. flokki komumst við í a riðil strax eft- ir fyrstu túmeringu og vorum þar en kom- umst ekki í úrslitakeppnina. í 11. flokki komumst við upp í a riðil eftir fyrstu túrer- ingu en féllum niður og komumst ekki aft- ur upp a riðil til að eiga séns á að kom- ast úrslitakeppnina. Það hafa margir hætt frá því í fyrra og það sést því við erum í b riðli í 11. flokki. Rob og Sæbi eru mjög góðir þjálfarar og hafa kennt mér nýjar hreyfingar sem hafa reynst mér vel. Skemmtileg atvik úr boltanum? Það eru tvö atvik sem standa upp úr núna, annars vegar þegar ég varð Norðurlanda- meistari með U16 ára landsliðinu í vor og þegar ég skoraði 67 stig með 11. flokki gegn Keflavík á þessari leiktið. Fyrirmyndir úr boltanum? Tracy Mc- Grady er uppáhaldsleikmaður minn í NBA deildinni en annars reynir maður að læra af flestum leikmönnum sem maður horfir á spila. Hvað þarf til að ná langt í kröfubolta eða íþróttum almennt? Til að ná langt í íþróttum þarf maður að leggja líf og sál í þetta. Ég þarf að halda áfram að taka eft- ir því sem þjálfarinn segir og samherjar. Svo þyrfti ég að styrkja mig líkamlega. Hvers vegna körfubolti? Ég æfði fót- bolta lengi og alveg til 14 ára aldurs með hléum en körfuboltinn var alltaf núm- er eitt eftir að ég mætti á fyrstu æfinguna mína með Kormáki þegar ég var 9 ára og ég man ekki eftir að hafa sleppt úr æfingu nema vegna veikinda. Hverjir eru framtíðardraumar þínir í körfubolta og lífinu almennt? Draum- urinn er náttúrulega að geta lifað sæmi- lega af körfunni. Þekktur Yalsari í fjölskyldunni? Nei ekki flóknara en það. Ég er fyrsti Vals- arinn í fjölskyldunni. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Einarsbikarinn? Þetta er viðurkenning sem segir mér það að ég er að gera eitthvað rétt og hvetur mig til að halda áfram í því. Hver stofnaði Val og hvenær? Frið- rik Friðriksson sem stofnaði KFUM og KFUK og einnig stofnaði Friðrik Hauka en Friðrik stofnaði Val árið 1911. Meistaraskóli Vals og SS Samvinna til sigurs, körfubolta- og handboltaskóli Vals Dagana 13.-18. ágúst var starfrækt- ur Meistaraskóli Vals en þar sameinuðu körfubolta- og handboltadeildin starf- semi sína og buðu upp á flotta og vel skipulagða dagskrá. Frá kl. 9.00-12.00 voru 6-10 ára krakkar saman í hand- bolta og körfubolta og var salnum skipt í nokkrar stöðvar. Inni á gólfi voru 3 full- orðnir leiðbeinendur og 3 strákar úr 9. fl. í körfubolta, sem stóðu sig mjög vel. Það var virkilega gaman að sjá krakk- ana fara á milli og vera í þessum báðum íþróttagreinum, en mikilvægt er að börn prófi sem flestar greinar. Leiðbeinendur voru reyndir þjálfarar á vegum félags- ins, Steingrímur fyrirliði meistaraflokks karla fór á kostum og náði mjög vel til barnanna, Sævaldur Bjamason sem hef- ur gert ótrúlega góða hluti í gegnum tíð- ina fyrir körfuboltann, Birgir Mikaels- son hokinn af reynslu, Oskar Bjarni, þjálfari meistaraflokks karla og Robert Hodgson, þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta. Margir gestir komu í heimsókn og gaman var að leikmenn úr báðum meist- araflokkum voru duglegir að mæta og taka þátt með krökkunum. I lok vikunn- ar var svo grillveisla í boði SS og fengu allir viðurkenningarskjal og bol frá SS. Eftir hádegi var svo boðið upp á körfuboltaskóla frá 13.00-14.30 og handboltaskóla frá 14.30-16.00. Þar voru krakkar á aldrinum 10-12 ára sem eru komnir lengra og fengu erfiðari verkefni. Þar voru sömu leiðbeinendur og margir gestakennarar. Kristinn Guð- mundsson, þjálfari unglingaflokks og 6. flokks kom í handboltann og körfubolt- inn skipti dögunum milli reyndra þjálf- ara. Að sjálfsögðu var grillveisla í lok vikunnar í boði SS og allir fóru glaðir heim. Lokadaginn spiluðu þeir Fannar Þór Friðgeirsson og Orri Freyr Gíslason með handboltanum þegar skipt var í tvö lið og höfðu drengirnir gaman af því. Allir fóru glaðir heim og næsta sumar verður aðstaðan mun betri. 80 Valsblaðið 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.