Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 82

Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 82
það skemmtilegt. Þá fannst þeim of mikil áhersla vera á þá sem voru góðir í íþrótt- um, en það vantaði verkefni fyrir þá sem voru getuminni. Þessu lýsti ein stelpan á þennan hátt: Þú veist að þú verður að vera góður annars getur þú bara ekki æft eða bara færð ekki að vera með, færð ekki að keppa, færð ekki að gera neitt. Það eru svo fáir flokkar, þeim er bara hent út í meistaraflokkinn skilurðu og þær sem eru ekki nógu góðar fyrir það, þær verða bara að hætta. Það er svo mikil alvara í íþróttum. Einnig nefndu þau sem galla við iðk- un íþrótta að sumir unglingar stund- uðu íþróttir til að þóknast foreldrum sín- um eða eins og einn unglingurinn orðaði það: „Stundum eru sumir að æfa íþrótt út af því að mamma þeirra og pabbi vilja að þau séu að æfa þessa íþrótt". Ungl- ingunum var tíðrætt um að félagslíf væri oft lítið innan íþróttanna og að hópurinn gerði lítið saman utan æfingatíma. Þegar niðurstöður úr viðtölum við full- orðnu einstaklingana voru skoðaðar, kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Foreldrarnir nefndu að keppni miðaðist við þá bestu, allir þyrftu að keppa og að íþróttir væru of árangursmiðaðar. Þessu lýsti eitt for- eldrið svona: Mér finnst eiginlega helsti gallinn við þessar íþróttir almennt að það verða all- ir að komast í þetta keppnisform. Það er enginn sem getur æft eitthvað og ekki tekið þátt í keppni. Þér er alltaf þrýst upp í það, hvort sem þú ert lélegur eða góður. Önnur tekur undir og segir: „Dóttir mín hætti bara í handbolta af því að hún vill ekki keppa, henni finnst það bara ekki skemmtilegt, en finnst gaman að fara á æfingar og gaman að æfa“. Foreldrar nefndu einnig ýmsan kostn- að sem fellur til vegna íþróttaiðkunar bama sem galla, t.d. íþróttafatakaup, æfingagjöld og utanlandsferðir. Enn- fremur kom fram í máli foreldra að erfitt væri að skipuleggja frí hjá fjölskyldunni, þar sem börnin væru upptekin í íþróttum allan ársins hring. Mikill fjöldi æfinga hjá börnum og unglingum bar einnig á góma, meiðslahætta og hætta á einkenn- um ofþjálfunar. Æfingatímar væru yfir- leitt á matmálstímum sem hefði áhrif á samveru fjölskylduna en einnig á nær- ingarmynstur unglinga. Ástæður brottfalls úr íþróttum Ástæður brottfalls úr íþróttum virðast vera fjölmargar eins og má þar nefna önnur áhugamál, nýjan félagsskap og minnkandi áhuga fyrir tilteknum íþrótta- greinum. Einnig nefndu unglingamir að meiri alvara væri komin í íþróttimar á þessum aldri, æfingar væru orðnar erf- iðari og meiri tími færi í iðkunina. Of mikil áhersla væri á keppni og ekki væru allir í íþróttum til þess að ná árangri. Þar sem mikill tími færi í íþróttaiðkun þyrftu æfingamar að vera skemmtileg- ar og var þeim ti'ðrætt um mikilvægi þess að íþróttahópurinn gerði eitthvað saman utan æfinganna til að efla félagsandann. Þau töldu að ein af ástæðum brottfalls gæti verið að þau upplifðu sig ekki nógu góð til að standast þær kröfur sem gerðar væru til þeirra innan greinanna. Þá kom fram að skólinn gerði orðið meiri kröf- ur til þeirra og erfiðara væri að sameina skólann og íþróttirnar. Að auki nefndu þau að æfingar væm um eða eftir kvöld- mat og um helgar þegar krakkar sem ekki stunduðu íþróttir ættu frí sem þýddi að þá stæði valið á milli þess að taka þátt í félagsstarfi t.d. í skólanum eða að fara á æfingu. Þegar unglingar stæðu frammi fyrir þessu vali þá veldu þau áhugasöm- ustu íþróttimar en hinir hættu jafnvel íþróttaiðkun. Niðurstöður frá Forvarnardeginum voru um margt svipaðar þeim sem fram komu hjá rýnihópum unglinganna, þeg- ar spurt var um ástæður þess að krakk- ar hætta í skipulögðu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi. Félagarnir virtust skipta miklu máli þegar kom að íþróttaiðkun unglinga. Ef vinimir hætta í íþróttum aukast lík- urnar á að einstaklingarnir hætti líka eða eins og fram kom hjá einum hópnum: „Annaðhvort togar félagsskapurinn inn- an íþróttarinnar eða utan í krakkana“. Þá nefndu þau ný áhugamál og nýjan félags- skap. Einnig nefndu þau að aukin tölvu- notkun tæki ti'ma og einhverjir nefndu að hún væri áhugaverðari en iðkun íþrótta. Tímaleysi var einnig nefnt sem ástæða brottfalls og kom fram að íþróttaiðkun stangaðist á við vinnu, minni tími væri fyrir vinina og námið tæki orðið meiri tíma. Þá kom fram að aðstaða til íþróttá- iðkunar skipti máli svo og framboð og aðgengi að íþróttum. Einnig nefndu þau að stuðningur og áhugi foreldra skipti máli og að íþróttaiðkun væri kostn- aðarsöm og nefndu kostnað sem hugs- anlega ástæðu þess að sumir þyrftu að hætta iðkun íþrótta. Hlutverk þjálfarans bar einnig á góma og kom fram að slak- ir þjálfarar og lítið hvetjandi, gætu vald- ið því að unglingar hættu í íþróttum. Þá kom fram að stríðni eða jafnvel einelti vegna vaxtarlags eða takmarkaðrar getu í íþróttum gæti verið ástæða fyrir brottfalli hjá einhverjum einstaklingum. Reyking- ar, neysla áfengis eða ólöglegra vímu- efna voru einnig nefndar sem hugsanleg- ar ástæður fyrir því að unglingar hættu í íþróttum. Mjög áþekkar niðurstöður komu fram hjá fullorðnu einstaklingunum þegar ástæður brottfalls unglinga úr íþróttum voru skoðaðar. Nefndu þau nýjan félags- skap, önnur áhugamál þar sem íþróttir 82 Valsblaðið 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.