Valsblaðið - 01.05.2007, Page 100

Valsblaðið - 01.05.2007, Page 100
Gamlir Valsmenn bregöa á leik. Artal óvist. Efri röö frá vinstri. Sigurður Ólafs- son, Haukur Gislason, Stefán Hallgrimsson, Sigurhans Hjartarson, Jón Þórarinsson, Gunnar Sigurjónsson, Ellert Sölvason og Guöni Sigfiísson. Fremri röö frá vinstri: Örn Sigurösson, Hermann Hermannsson, Geir Guömundsson, Frímann Helgason, Albert Guömundsson og Einar Halldórsson. 100 ár frá fæðingu Frímanns Helgasonar Félag eins og við þekkjum Val í dag verður ekki til án gffurlegrar atorkusemi og væntumþykju fjölda fólks sem finn- ur sig í þvf að styðja sitt félag með ráð og dáð. Sumir láta duga að æfa og keppa og halda síðan með Val það sem eftir er æfinnar og reyna eftir megni að smita aðra í kringum sig. Aðrir gera þetta hvoru tveggja en leggja að auki á sig mismikla vinnu við félagsstörfin þegar keppn- isferlinum lýkur. Lán okkar Valsmanna hefur einkum legið í því að eiga fórnfúsa menn og konur sem hafa verið tilbúin til þess að gefa mikið af sínum tíma til þess að tryggja viðgang og uppbyggingu síns félags. Frfmann Helgason var einn af þess- um hetjum félagsins sem eftir tuttugu ára keppnisferil var óþreytandi að hlúa að félagsstarfinu. Frímann og félagi hans Hermann Hermannsson markvörður mynduðu ásamt Grímari Jónssyni og Sigurði Olafssyni þá frægu Valsvöm sem færðu félaginu fjölda titla. Frímann og Hermann urðu tíu sinnum Islands- meistarar sem er einstakt í knattspymu- sögu íslendinga. Frímann sat í stjórn Vals í fjölda ára og var formaður félags- ins 1934—38 og aftur 1941-1943. Frí- mann var einnig áhugasamur um hand- boltann og varð þvívegis íslandsmeistari með Val. Það var gott að vera leikmað- ur í liði undir stjórn Frímanns og engin tvímæli um hver stjómaði. Frfmann vissi algjörlega hvað hann var að gera, hann hafði fullkominn aga á hópnum en var samt afar ljúfur maður og það var stutt í brosið. Frímann sat í stjóm íþróttasam- bands íslands í fimmtán ár og lét gott af sér leiða þar sem og annars staðar. Frí- mann var til fjölda ára íþróttafréttaritari hjá Þjóðviljanum en jafnframt ófá árin í ritnefnd Valsblaðsins og þá oft ásamt Einari Björnssyni, Jóni Ormi Ormssyni og um auglýsingasöfnunina og fjárhag- inn sá gjarnan Friðjón Guðbjömsson. Frí- mann átti þátt í að stofna fulltrúaráð Vals og sat í fyrstu stjórn þess 1945 ásamt Sveini Zöega sem var formaður og Sig- urði Olafssyni. Aðalstarfi Frímanns var að sinna verkstjórn í Isaga gasfyrirtæk- inu sem hafði aðsetur við Rauðarárstíg. Fyrir sín miklu störf í þágu æsku lands- ins hlaut Frímann gullmerki Vals, KSÍ og Iþróttasambandsins auk gullstjörnu íþróttabandalags Reykjavíkur. Valur minnist aldarafmælis Frímanns 21.ágúst með innilegu þakklæti og virðingu. Halldór Einarsson tók saman Minning Einar Halldórsson, fæddur 2. júní 1923 dáinn 7. júní 2007 Kveðja fpá Knattspyrnufélaginu Val Við Valsmenn kveðjum í dag Einar Hall- dórsson, einn af máttarstólpum Vals á árum áður. Einar var fæddur Vestmanna- eyingur og steig þar sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum, en gekk til liðs við Val árið 1946 er hann stundaði nám í Verslunarskólanum í Reykjavík. Einar var áberandi í Valsliðinu á ámn- um 1947-1957 sem traustur varnarmaður og fyrirliði og einnig sem landsliðsmað- ur Islands í knattspymu. Einar stóð t.d. vaktina í vörn íslenska landsliðsins, sem vann einn sinn fræknasta sigur fyrr og síðar er það lagði landslið Svía að velli 4—3 í Reykjavík árið 1951. Eins og títt var um forystumenn okkar Valsmanna á þessum ámm þá var Einar ekki síður virkur utan vallar en innan og sat hann m.a. í aðalstjórn félagsins um skeið. Það er augljóst að störf Einars fyrir Val gerðu það að verkum að Halldór, sonur hans, betur þekktur sem Dóri í Henson gerðist að sjálfsögðu Valsmaður um leið og hann gat sparkað bolta, en betri og öflugri Valsmann er ekki að finna og hef- ur Halldór sýnt félaginu einstaka rækt- arsemi og áhuga með sama hætti og faðir hans gerði á sínum tíma. Að leiðarlokum þakkar Knattspymu- félagið Valur Einari fyrir samfylgdina að Hlíðarenda og sendir Halldóri og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Grimur Sœmundsen, formaöur Knattspyrnufélagsins Vals Valsblaðið 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.