Valsblaðið - 01.05.2007, Side 101

Valsblaðið - 01.05.2007, Side 101
Minning Hafþór Sveinjónsson fæddur 14. nóvember 1961 dáinn 22. juní 2007 Einn af íslandsmeisturum Vals í knatt- spymu frá 1987 er fallinn frá, langt um aldur fram. Hafþór Sveinjónsson var hluti af frábærum hópi Valsmanna sem hampaði titlinum árið 1987 en hann gekk til liðs við félagið frá Fram fyrir þetta eftirminnilega tímabil. Hafþór staldr- aði stutt við að Hlíðarenda enda valinn maður í hverju rúmi og komust færri að í byrjunarliðinu en vildu. Hafþór var eft- irminnilegur leikmaður og félagi, þekktur fyrir vel útfærðar rennitæklingar og lang- ar, beinar og hámákvæmar ristarspymur sem hann beitti óspart. Hann var baráttu- glaður og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, enda alinn upp hjá metnaðar- gjömu og sigursælu félagi í Safamýrinni. Hafþór hafði þann yndislega kost að sjá yfirleitt spaugilegu hliðar lífs- ins og sparaði sjaldan húmorinn og létt- leikann. Hann var einstaklega orðhepp- inn og beitti háðinu fagmannlega án þess að fara yfir strikið. Það var gaman að vera í návist Hafþórs og auðvelt að láta sér þykja vænt um hann. Eftir að hin- um hefðbundna knattspymuferli lauk var hann á tímabili hluti af okkar spengilega og metnaðargjarna „Þriðjudagsbolta" þar sem menn fóma frekar tönnum en að vera í tapliði. Hin síðari ár spilaði Hafþór á hinum stóra leikvelli lífsins þar sem auðvelt er að misstíga sig ef ekki er varlega farið. Eflaust hefði Hafþór getað spilað betur úr sfnum spilum, eins og við öll, en hver og einn metur hverju sinni hversu mikla áhættu ber að taka. Ein mesta glíma lífs- ins er að takast á við sjálfan sig, við- urkenna styrkleika og veikleika og í kjöl- far þess að ákveða hvers konar lífi maður vill lifa. Eins og lífið er dásamlegt er það engu að síður vandasamt. Freistingar lúra á hverju horni, óheppilegur félagsskapur og fáránleiki lífsins birtist á ýmsa vegu. En það er okkar að velja og hafna. Lífið snýst um að taka ákvarðanir, hvort sem þær eru smávægilegar eða geta breytt lífi okkar. En ábyrgðin er ávallt okkar. Hafþór er horfinn á braut en eftir sit- ur syrgjandi fjölskylda og vinir. Spum- ingum verður ekki svarað, ekki frek- ar en þeim sem við spyrjum okkur sjálf dagsdaglega. Ef við vissum öll svör væri lífsins leikur ekki eins spennandi. Miss- ir Hafþórs er engu minni en ættingja því það eru forréttindi að fá að fylgja börn- um sínum og vinum eins lengi og kost- ur er. Minning um góðan dreng mun lifa. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með támm. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þvi látinn mig haldið. En þegar þig hlægið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í í gleði ykkar yfir lífinu. (höfundur ókunnur) F.h. Islandsmeistara Vals i knattspyrnu 1987 Þorgrímur Þráinsson Kristinn Þorleifur Hallsson Fæddur 4. júní 1926 dáinn 28. júlí 2007 Kveðja frá Knattspyrnufálaginu Val Við Valsmenn drjúpum höfði nú þeg- ar einn okkar mætustu félaga, Krist- inn Hallsson óperusöngvari, hefur kvatt. Kristinn átti ekki langt að sækja ramma taug til Vals, en faðir hans Hallur Þor- leifsson, kaupmaður var einn af stofn- endum félagsins og einnig einn af stofn- endum Karlakórsins Fóstbræðra. Bæði þessi félög voru stofnuð vegna hvatning- ar hins mæta manns, séra Friðriks Frið- rikssonar. Kristinn sótti vel kappleiki Vals og þá oftar en ekki með öðrum öðl- ingi en það var Agúst Bjarnason frændi hans. Saman tveir mynduðu þeir einn öflugasta kór stuðningsmanna á íslandi og hrópið var ekki flókið; „Afram Val- ur og fleiri mörk.“ Þetta hrópuðu þess- ir djúprödduðu félagar klæddir í rauðu jakkana sína hvort sem mark hafði verið skorað eða ekki. Enginn réð yfir slíkum raddstyrk, sem þessir tveir. Gjarnan mátti sjá þá frændur spjalla við Sigfús Hall- dórsson tónskáld á leikjum Vals að Hlíð- arenda en Sigfús var einnig mikill Vals- maður. Brosið var oft breitt á þessum kempum enda upplifðu þeir sigurtíma í Val. Saga Vals er ríkari vegna manna eins og Kristins. Við Valsmenn erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast ljúfmenn- inu og listamanninum Kristni Hallssyni og sendum aðstandendum Kristins okkar dýpstu samúðarkveðjur. Gri'mur Sœmundsen, formaður Knattspyrnufélagsins Vals Valsblaðið 2007 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.