Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 9
Bragi guðmundsson
Landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt
Um samvitund Íslendinga og undirstöður hennar
Í þessari grein er fjallað um nokkur grunnhugtök til greiningar og skilnings á þeirri fjölbreytni
sem íslenskt samfélag býr yfir nú á dögum. Nýtt búsetulandslag og ört vaxandi menningarleg
fjölbreytni kallar á grunnrannsóknir á sjálfsvitund einstaklinga sem samvitund ólíkra þjóðfélags-
hópa. Skyggnst er á bak við þá samvitund landsmanna sem kalla má þjóðarvitund og kynnt eru
hugtökin söguvitund, grenndarvitund og umhverfisvitund sem eru – að mati höfundar – gagnleg
tæki til þess að leita uppi samkenni er gjarnan dyljast þegar einblínt er á heildina. Umræðan er
að stofni til söguleg og byggir meðal annars á fjölbreyttum þjóðernis- og vitundarrannsóknum.1
inn gang ur
Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskt markaðs- og tæknisamfélag nú á dögum
er allt annað og um flest flóknara en fyrirrennari þess, gamla bændasamfélagið.
Í því eigum við samt gildar rætur, upp úr því hafa vaxið styrkustu stoðir menning-
ar okkar, til þess sækjum við það sem gerir okkur að sérstakri þjóð. Á síðustu öld
kollvarpaðist þetta samfélag. Ekki í einu vetfangi en þó miklu hraðar en tíðast er á
breytingatímum. Þar skiptir mestu að þjóðin flutti úr sveit í þéttbýli við ströndina og
hún flutti samtímis af landsbyggðinni í þéttbýlið við sunnanverðan Faxaflóa. Íslenska
höfuðborgarsamfélagið varð til og eftir standa víðlendar en dreifbýlar byggðir, sem
margar hverjar geta ekki einu sinni varið grunnskóla sína, hvað þá aðrar samfélags-
stoðir. Það hriktir í tilveru byggðarlaga sem áður voru traustir hornsteinar þess þjóð-
félags sem var. Lengst af hélst samt hið etníska heildstæði, Íslendingar voru samleit
þjóð af sæmilega þekktum uppruna og með sterk ættavensl. Fólk af erlendum upp-
runa var tiltölulega fátt og um flest líkt frumbyggjunum í útliti og háttum.
Þessi mynd hefur gjörbreyst. Í landinu býr fjöldi fólks af fjölbreytilegum uppruna
sem talar ólík tungumál, iðkar ólík trúarbrögð og ræktar ólíkan menningararf. Á
Uppeldi og menntun
18. árgangur 1. hefti, 2009
1 Finnur Friðriksson, lektor við Háskólann á Akureyri, las greinina með gagnrýnu hugarfari og snar-
aði nokkrum beinum tilvitnunum á íslensku. Honum og ónefndum rýnum Uppeldis og menntunar
eru þakkaðar góðar ábendingar. – Vert er að taka fram að efnislega var gengið frá textanum vorið
2008 og óvíða er vitnað til yngri heimilda en frá 2007.