Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 41
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 41
kolbrÚn Þ. pálsdóttir
7:45–17:15; b) að stuðla að þroskandi fræðslu-, lista- og menningartilboðum til skóla-
barna og heilbrigðum lífsstíl þeirra; c) að stuðla að auknu öryggi í umhverfi skóla-
barna og foreldra með samræmdri þjónustu fyrir börnin innan íbúahverfis (Skóla-
málaráð, 1992). Foreldrar skráðu börn sín eftir hentugleik og greiddu sérstaklega fyrir
hverja klukkustund í lengdri viðveru. Tilrauninni var vel tekið og fyrsta veturinn nutu
um 450 börn í 1.–4. bekk þjónustunnar. Árið 1993 var haldið málþing á vegum Bernsk-
unnar-Íslandsdeildar OMEP um málefni heilsdagsskólans og um einsetningu grunn-
skólans. Á því málþingi var greint frá tilraunaverkefninu með heilsdagsskólann. Á
málþinginu komu í ljós ólík sjónarmið bæði skólamanna og fóstra um framtíðarsýn
á dagvistun skólabarna (Bernskan-Íslandsdeild OMEP, 1993). Vegna mikils þrýstings
frá foreldrum og í ljósi þess hve vel tilraunin tókst ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að
allir grunnskólar skyldu frá hausti 1993 bjóða upp á „heilsdagsskóla/lengda viðveru“
fyrir börn í 1.– 4. bekk. Sú ákvörðun mætti andstöðu sumra skólastjóra og einnig með-
al kennara og starfsmanna skólanna. Án efa hefði mátt standa betur að undirbúningi
á sumum stöðum og betur hefði gengið hefði ríkt velvilji allra starfsmanna til verk-
efnisins strax frá upphafi (Jón Freyr Þórarinsson munnleg heimild, 30. maí 2008). Á
fundi Skólamálaráðs 18. 10. 1993 var þó lagt fram bréf Skólastjórafélags Reykjavíkur
þar sem félagið lýsti eindregnum stuðningi við verkefnið. Líkt og mynd 1 sýnir marg-
faldaðist fjöldi þeirra skólabarna sem nú fengu að nýta sér þjónustuna með tilkomu
heilsdagsskólans og því ljóst að komið var til móts við þarfir mun fleiri barna og for-
eldra fyrir dagvistun.
Mynd 1.
*(Dagvist barna, e.d.-a, e.d.-b, e.d.-c, e.d.-d; Skólaskrifstofa Reykjavíkur, 1996; Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur, e.d.-a, e.d.-b, e.d.-c, e.d.-d, e.d.-e, e.d.-f, e.d.-g; Íþrótta- og tómstundasvið, e.d.) Dagvistun á veg-
um einkarekinna skóla í Reykjavík er ekki talin með.
Hlutfall reykvískra barna úr 1.–4. bekk
í skóladagvist/frístundaheimili árin 1991–2008*
1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008
6
16
32
40
33 33
39
47 47
41 39 39
34 36
40
44
48
51
60
50
40
30
20
10
0