Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 108
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009108
nÚt ímaskól i – ný grUnnskólalög
til að upplifa og skilja. Þessi sýn á eðli þekkingar gerir nemandann sjálfan þátttakenda
í þekkingarferlinu.
Það er greinilegt að lögin um nýjan grunnskóla hafa tekið mið af ýmsum ákvæðum
Barnasáttmálans. Hins vegar er það spurning hvort ekki þurfi að skoða betur löggjöf-
ina um skólakerfið í heild í ljósi sáttmálans þar sem búið er að lögfesta hann á Alþingi.
Auðsætt er þó varðandi þessa tvo þætti sem hér hafa verið til umfjöllunar að nýju
grunnskólalögin styrkja bæði lýðræðislegt skólastarf og foreldra í uppeldishlutverki
sínu.
hEimildaskrá
Barnombudsmannen. (1995). På spaning eftir barnkonventionen – En kommunstudie.
Stokkhólmur: Barnombudsmannen.
Cardinal, M. (1982). Med andra ord. Stokkhólmur: Trevi.
Guðni Olgeirsson. (2008). Aukin þátttaka foreldra í skólastarfi. Tímamót í mennta-
málum. Heimili og skóli, 1, 20–25.
Lög um grunnskóla nr. 91/2008.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 18/1992.
Säljö, R. (2000). Lärande i praktiken. Ett sociokulturellt perspektiv. Stokkhólmur: Prisma.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. (2008). Ný menntastefna – metnaðarfullt, þroskandi og
skapandi skólastarf. Sótt 16. apríl 2009 af http://www.nymenntastefna.is/thing/
raeda/
um höfund
Gunnar E. Finnbogason (gef@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hann lauk M.S.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskólanum í Uppsölum,
Svíþjóð árið 1984 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1994. Rannsóknir hans hafa að-
allega tengst menntapólitík/menntastefnum, hugmyndafræði menntunar, námskrár-
fræðum, gildum/miðlun gilda, réttindum barna og Barnasáttmálanum.