Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 26
20
BUNAÐARRIT
Ferðalög stjómar og búnaðarmálastjóra
Innanlandsferðir. Búnaðarsamband Suðurlands bauð bún-
aðarmálastjóra að sitja aðalfund sinn hinn 18. apríl og
flytja þar erindi. Varð hann við þeirri ósk og flutti þar
hvatningarorð til bænda uni að vera vel á verði um eigna-
rétt á jörðum sínum og drap á ýmis fleiri vandamál.
Að ósk ræktunarsambanda á Norður- og Austurlandi
mætti stjórn Búnaðarfélags Islands, búnaðarmálastjóri,
ásamt Bimi Bjarnarsvni, jarðræktarráðunaut, Haraldi
Amasyni, framkvæmdastjóra, og lögfræðingi félagsins,
Sveinbirni Jónssvni, hæstaréttarlögmanni, á fundi hiim
24. apríl á Akureyri, til þess að ræða lög og reglur og
framkvæmd útlioða í sambandi við framræslufram-
kvæmdir. Þó gat Ásgeir Bjarnason ekki sótt þann fund.
Deildu fulltrúar sumra ræktunarsambandanna allliart á
löggjöfina og framkvæmd hennar og kvörtuðu sérstak-
lega undan því að þurfa að sæta lægstu tilboðstöxtum,
sem fram kæmu í tilboðum frá einstaklingum, sem þeir
töldu óraunhæf og boðin aðeins vegna þess, að bjóðend-
ur vissu, að ræktunarsamböndin væm tilnevdd að ganga
inn í tilboðin vegna hinnar miklu vélaeignar ræktunar-
sambandanna, sem kostnaðarsamt væri að láta standa ó-
notaðar. Var forsvarsmönnum ræktunarsambanda bent
á, að bændur og ríkissjóður högnuðust á gildandi fyrir-
komulagi, en að sjálfsögðu reyndi meira á rekstur rækt-
unarsambandanna við þessa auknu samkeppni. Að suinra
dómi væri þetta aðeins nauðsynlegt og eðlilegt aðliald.
I lok fundarins kusu fundarbjóðendur 3ja manna nefnd
til að undirbúa tillögur í málinu.
Ekki vannst stjóminni tími til að fara í sérstök ferða-
lög ásamt með búnaðarmálastjóra um landið, en þeir
Einar Ólafsson og búnaðarmálastjóri ferðuðust mikið á
vegum Harðærisnefndar, stundum tveir saman, en oftast
einnig með formanni nefndarinnar, Jóni L. Arnalds,
ráðuneytisstjóra. Hinn 13. maí ferðaðist Harðærisnefnd